Eimreiðin - 01.04.1941, Page 114
EIMREIÐlN'
[I þessum bálki birlir EIMREIÐIN meðal annars stuttar og gagnorðar
umsagnir og bréf frá lesendum sinum, um efni þan, er hún flgtur, eða
annað á dagskrá þjóðarinnar.]
Hégómi.
[Ég mætti dr. Alexander Jóhannessyni, sem nú vinnur af kappi að hinni
„etymologiskn" orðaliók sinni, nýlega á götu, og barst þá meðal annars í
tal hvað orðið hégómi þýddi. Daginn eftir barst mér frá honuin eftirfar-
andi skýring á orðinu. — Ritstj.)
Hégómi kemur oft fyrir í forn-
um ritum í þeirri sömu merk-
ingu og venjulega tiðkast, en
upprunalega merkingin hefur þó
verið önnur, eins og sést í orða-
bólc Bjarnar Halldórssonar: pul-
vis in fornace domus residens
eða ryk, kongulóarvefur og þess
háttar. Orðabók Sigfúsar Blön-
dals hefur einnig þessa merkingu,
og vitnar hann í Hallgrim Pét-
ursson: reykur, hégómi, fölnað
fis, fjúkandi lauf og strá. Er eng-
inn vafi á, að þessi merking er
frumlegust og hefur síðan verið
notuð um litilsverða hluti, sem
væru eins og kusk eða ryk.
Seinni hlutinn er gómur og á
annaðhvort við munngóm eða
fingurgóm, en sterka beygingin
gómur breyttist i veika beygingu,
jiegar orðinu var skeytt aftan
við annað eða það varð síðari
liður í samsettu orði (líkt og
dagur í eindagi, máldagi, skil-
dagi). En hvað er þá hé? Hé er
sama og hý, er merkir þunnt
skegg, dún, eitthvað loðið eða
jafnvel myglað og kenmr fyrir í
norsku í þessum merkingum
(sænsku hy og gotnesku hiwi>
merkir útlit og er sama og enska
orðið hue), en þetta orð er al-
gengt í íslenzkn i hý og hýungui'.
Samhliða myndinni hý kemur
fyrir hé (á Borgundarhólmi er
hé þunn húð, eins og í józku hi.
hie), er merkir dögg i nútíðar-
máli, samanber að hénast niSur
hniga niður (af blygðum) og
lýs.orðið hénulegiir þ.e.blygðun-
arsamur. Myndin hé kemur f>’r'
ir i liégetill og heggeitill, er
tákna tinnustein. Hégetill er
upprunalega myndin og kemur
fyrir í fornmáli og táknar ljósan