Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1941, Page 116

Eimreiðin - 01.04.1941, Page 116
228 RADDIR eimreiðiN Hnitmiðun formsins. Herra Jakob Jóh. Smári hefur gert mér þann heiður að rit- dæma bók mína „Ströndina" í siðasta hefti Eimreiðar. Mér keniur það kynlega fyrir sjónir, að hann ver næstum helmingi ritdómsins til þess að hrekja þá „listarskoðun höfundarins, að einna mest sé undir hnitmiðun formsins komið“. Ég hef nú ekki þessa listarskoðun og hef ekki haldið henni fram i Ströndinni og verð því að biðja ritstj. Eimr. að leyfa mér að leiðrétta þessa rangfærslu á orðum mínum. Ritdómarinn virðist hafa hlað- að lauslega í hók minni og dottið ofan á þessi ummæli Halldórs Kiljans Laxness, er ég vitna í á bls. 42: „Það hafa aldrei verið ort góð kvæði á islenzku nema í hnitmiðuðu formi, afbrig'ði og undansláttur frá hinu stranga formi miðar til upplausnar og spillingar.“ Þessi ummæli Hall- dórs minnti ég á i sambandi við það, að þá kröfu verði að gera til Islendinga, að þeir hafi jafn- þroskaðan formsmekk að þvi er kveðskap snertir, sem ítölsk al- þýða að þvi er til húsagerðar tekur, en hún er alin upp við stílhreina fegurð fornra húsa. Ég er fyllilega sammála Hall- dóri Laxness um það, að undan- sláttur frá hnitmiðuðu formi. t. d. að því er snertir stuðla og höfuðstafi, miðar til upplausnar og spillingar. Ég hýst við, að hr. Smári sé það lika. En honum virðist hafa sést yfir það, sein ég segi um skáldlist frá eigin brjósti, og það er m. a. þetta: „En hið ytra form skapar ekki þá sönnu list. Til þess þarf einn- ig þá andagift, sem sér i gegnuin holt og hæðir tima og rúms, það ímyndunarafl, sem blæs lífi 1 hverja ytri mynd, þann smekk, sem velur efninu viðeigandi húning og hrynjandi, og þá festu i hugsun, sem fléttar alla ein- staka þætti saman í eina sam- ræma heild.“ (Bls. 37). „Allur sannur skáldskapur er myndrænn. Hin alkunna vísa Andrésar Björnssonar: „Það er hægt að hafa yfir heilar bögur.l án þess rímið þekkist, jiegar þ®r eru nógu alþýðlegar“, er enginn skáldskapur í sjálfu sér, heldur aðeins aðdáanlega létt og leik- andi rim. Aftur á móti eru erfi- ljóð Bjarna Thorarensen eftir Odd Hjaltalín einhver sá ómeng- aðasti skáldskapur, sem til er a islenzku, enda þótt þar sé svo litið vandað til ríms, sem frekast er hægt, án þess að málið verði óhundið." (Bls. 37). „Mestu kynstur eru til af slík- um kveðskap á íslenzku, en þetta verður lítið annað en leirburð- ur, hversu áferðarfallegt sein rímið er.“ (Bls. 38). Þessi dæmi ættu að nægja til þess að sýna, að hr. Smári fer rangt með það, sem ég segi um listarskoðun mina. Ég get ekki verið hr. Smára sanunála um það, að dróttkvæði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.