Eimreiðin - 01.04.1941, Page 116
228
RADDIR
eimreiðiN
Hnitmiðun formsins.
Herra Jakob Jóh. Smári hefur
gert mér þann heiður að rit-
dæma bók mína „Ströndina" í
siðasta hefti Eimreiðar. Mér
keniur það kynlega fyrir sjónir,
að hann ver næstum helmingi
ritdómsins til þess að hrekja þá
„listarskoðun höfundarins, að
einna mest sé undir hnitmiðun
formsins komið“. Ég hef nú ekki
þessa listarskoðun og hef ekki
haldið henni fram i Ströndinni
og verð því að biðja ritstj. Eimr.
að leyfa mér að leiðrétta þessa
rangfærslu á orðum mínum.
Ritdómarinn virðist hafa hlað-
að lauslega í hók minni og dottið
ofan á þessi ummæli Halldórs
Kiljans Laxness, er ég vitna í á
bls. 42: „Það hafa aldrei verið
ort góð kvæði á islenzku nema
í hnitmiðuðu formi, afbrig'ði og
undansláttur frá hinu stranga
formi miðar til upplausnar og
spillingar.“ Þessi ummæli Hall-
dórs minnti ég á i sambandi við
það, að þá kröfu verði að gera til
Islendinga, að þeir hafi jafn-
þroskaðan formsmekk að þvi er
kveðskap snertir, sem ítölsk al-
þýða að þvi er til húsagerðar
tekur, en hún er alin upp við
stílhreina fegurð fornra húsa.
Ég er fyllilega sammála Hall-
dóri Laxness um það, að undan-
sláttur frá hnitmiðuðu formi. t.
d. að því er snertir stuðla og
höfuðstafi, miðar til upplausnar
og spillingar. Ég hýst við, að hr.
Smári sé það lika. En honum
virðist hafa sést yfir það, sein
ég segi um skáldlist frá eigin
brjósti, og það er m. a. þetta:
„En hið ytra form skapar ekki
þá sönnu list. Til þess þarf einn-
ig þá andagift, sem sér i gegnuin
holt og hæðir tima og rúms, það
ímyndunarafl, sem blæs lífi 1
hverja ytri mynd, þann smekk,
sem velur efninu viðeigandi
húning og hrynjandi, og þá festu
i hugsun, sem fléttar alla ein-
staka þætti saman í eina sam-
ræma heild.“ (Bls. 37).
„Allur sannur skáldskapur er
myndrænn. Hin alkunna vísa
Andrésar Björnssonar: „Það er
hægt að hafa yfir heilar bögur.l
án þess rímið þekkist, jiegar þ®r
eru nógu alþýðlegar“, er enginn
skáldskapur í sjálfu sér, heldur
aðeins aðdáanlega létt og leik-
andi rim. Aftur á móti eru erfi-
ljóð Bjarna Thorarensen eftir
Odd Hjaltalín einhver sá ómeng-
aðasti skáldskapur, sem til er a
islenzku, enda þótt þar sé svo
litið vandað til ríms, sem frekast
er hægt, án þess að málið verði
óhundið." (Bls. 37).
„Mestu kynstur eru til af slík-
um kveðskap á íslenzku, en þetta
verður lítið annað en leirburð-
ur, hversu áferðarfallegt sein
rímið er.“ (Bls. 38).
Þessi dæmi ættu að nægja til
þess að sýna, að hr. Smári fer
rangt með það, sem ég segi um
listarskoðun mina.
Ég get ekki verið hr. Smára
sanunála um það, að dróttkvæði