Eimreiðin - 01.04.1947, Blaðsíða 40
112
ÍSLENZK SÖNGtlST
EIM'REIÐIN
x) Sjá greininu: Hekluförin 1905 eftir Snorru Sigfússon (Eimréiöin 1926,
iils. 59—65).
sem fór í söngför lil Noregs laust eftir aldamótin síð'ustu, undir
stjórn Magnúsar Einarssonar.1) Svo alllöngu seinna fóru fleiri og
fleiri kórar utan, bæði karlakórar og blandaðir kórar. Fyrsti bland-
aði kórinn, sem fór út, var 50 manna kór undir st jórn Sigfúsar
Einarssonar ]>rófessors. Hann fór á söngmót Norðurlanda í Kaup-
mannahöfn 1929, og vakii alveg sérstaka eftirlekt álieyrenda.
Bæði Paul Bang, sem var einn af |iekklustu söngkennuruin Dana,
<>og Wilhelm Paulsen, söngstjóri karlakórsins „Bel Canto“ í Kaup-
lilandaöi kórinn, sem fór á söngmól NorÖurlunda 1929.
mannaliöfn, skrifuðu mér og dáðust mjög mikið að binum yndis-
legu, fögru röddum og fallegu íslenzku lögum.
Fyrst fóru kórarnir til Noregs og svo smátt og smátt til liinna
Norðurlandanna, síðan til Þýzkalands og Austurríkis, og loks alla
leið til Ameríku.
Eftir því sem kórarnir okkar fóru oftar út og til fleiri landa,
því meiri lirifningu vöktu þeir og fengu því betri dóma. Við
fengum stöðugt meiri og betri sönnun fyrir því, livað íslenzku
raddirnar eru góðar söngraddir, mældar á heimsmælikvarða.