Eimreiðin - 01.04.1947, Blaðsíða 68
140
RÆÐA HERPRESTSINS
eimreiðin
Mestallt líf okkar fer í eftirsókn eftir einskisverðu hjómi. Til-
finningar okkar hafa sljóvgast svo, að við girnumst ekki einu
sinni konur lengur í fullkominni alvöru! Menn para sig aðeins,
á sama hátt og þeir éta: græðgislega, en án hinnar gömlu, helgu
gleði. Lífið er mestmegnis öskur og æðisgenginn liraði, froða og
bull! En undir niðri dylst óskin um útþurrkun. Manneskjan er
komin svo langt frá eðli sínu, að hún leitar ósjálfrátt dauðans.
Yið höfum hamazt við að skemmta okkur, þangað til ánægja
og gleði eru gleymdar kenndir. Við eruin þess ekki lengur
umkomin að átta okkur á þeim eldforna sannleika, að samfélag
við náttúruna og eðlilegt líf er leiðin til að skynja skapara lífs-
ins. Barnið, sem hlær, lækurinn, sem rennur, aldp við strönd,
sól og stjörnur, varmi hins elskaða maka, — allt eru þetta
tilvísanir á hinni réttu braut, brautinni einu! En við sullum í
okkur eitri á kaffihúsunum og fjarlægjumst æ meira hið skap-
andi líf. — Meðan vísindin gláptu iir sér rauðar glyrnurnar á
áhrif „Oedipus-kompleksins“, týndum við ást og tryggð. Við gerð-
um úr líkaina okkar skurðgoð, sem við tilbáðum með saurlifnaði,
en gleymdum, að líkami er því aðeins fagur, að í lionum biii
fögur sál! — Að vísu erum við orminum h'kir, sem étur án afláts.
En gamla fólkið, sem þakkaði guði fyrir matinn, helgaði með
því liina frumstæðu athöfn og hóf sig yfir maðkinn!
Við höfum borizt undan oki margháttaðrar kúgunar, iiefðar
og vana. En um leið gerðumst við þrælar ólieilbrigðra lífsliátta
og forheimskunar, sem leiddi okkur í aðra villu, verri hinni
fyrri. Þegar lirint var oki konunga og mergfúinnar kirkju, tók
efnishyggjan við! Gasprandi, lirokafullir og þröngsýnir ábyrgð-
arleysingjar terrórísera liugsanalieim þjóðanna með efnishyggju-
slefi, sem er blandað liinni viðbjóðslegustu öreigarómantík. Allir,
sem ekki jarma með þeim, eru öskraðir niður sem ídjótar og
fjandmenn hinna vinnandi stétta! Það er lákurænt fyrir þessa
menn, að fæstir þeirra vinna nokkru sinni ærlegt liandtak, enda
eru þeir í lijarta sínu svarnir andstæðingar lieilbrigðrar jafnaðar-
stefnu. I því eina landi, sem komið liefur á sósíalisma, er h'ka
löngu búið að skjóta þá alla, eða þagga niður í þeim á annan hátt!
— Þess var getið, að þrátt fyrir allt ætti manneskjan sér drautn
um tign og fegurð, er hún sífelt væri að reyna að gera raunveru-
Jegau. Þetta er satt •— og fyrir honum erum við nú að berjast,