Eimreiðin - 01.04.1947, Blaðsíða 58
130
GAMLA STOFAN
EIMREIÐIN
gömlu stofunni, Einn morgun, þegar ég kom á fætur, leiddi
anima mig fram í stofuna. A setbekknum lá maSur upp við
dogg, og það var nú skrítinn maður, að mér fannst. Hann liafði
alskegg og svo ljómandi fallegan svip, að mér datt helzt í liug
að þetta væri frelsarinn. En skrítið fannst mér að sjá til hans.
Hann reykti pípu, en það hafði ég aldrei séð áður. Á tréstól
fvrir framan hann stóð bolli með svörtu kaffi, sem hann smá-
dreypti á. Ég var aðeins á fjórða ári og man því ekkert, hvað
mér var sagt um hann, en eftir því sem ég kemst næst, mun
þetta hafa verið séra Friðrik Friðriksson, barnavinur og skáld.
Hann var frændi ömmu minnar, og er því líklegt að þetta sé rétt.
Einu sinni kom ég út á hlað að suinarlagi. Sá ég þá ljósklædda
stúlku og hugði vera móðursystur mína og lvljóp til hennar, en
hún hljóp á undan mér og benti mér að koma á eftir sér. Hljóp
ég á eftir lienni úl yfir túnið, yfir Steinhólinn og upp í Leyn-
ing svokallaðan. Hvarf hún mér þá sýnum, en það var komin
þoka. Var ég að villast þarna og kallaði og kallaði, en enginn
anzaði. Loksins heyrði ég þá kallað á mig, og var þá móðursystir
mín komin að leita að inér. Spurði hún mig, hvað svona gönuskeið
ætti að þýða, en ég svaraði því, að ég liefði verið að elta hana!
Sagði lnin þá, að ég væri mesta blaðursskjóða, og skyldi ég nú
koma með sér beina leið til sýslumannsins. Varð mér þá ekki
um sel, því ég hélt að sýslumaðurinn væri voða maður, sem setti
fólk í tugtliúsið, ef það gerði eitthvað, sem það mætti ekki gera,
en frænka mín var ekki að spyrja mig ráða. Hún fór með mig
beina leið inn í gömlu stofuna, og þetta var rétt hjá henni. Tnni
sat Jóliannes Jóhannesson, sýslumaður, og bjóst ég nú ekki við
góðu, en liann bara brosti ljúfmannlega og spurði mig hvað ég
liéti, o. s. frv. Man ég það, að ég var svo lítil, að það var mátu-
legt fyrir mig að leggja hendurnar á linén á lionum. Margir menn
voru þarna í stofunni, en ég man ekki liverjir það voru. Var
ég alveg hissa, þegar sýslumaðurinn fór. Hann hafði ekki 6VO
mikið sem ávítað mig. Ekki þurfti ég að Iiræðast hann, þó ég
væri stundum nokkuð óþæg.
Einnig man ég eftir því, að norsk skúta strandaði við Lands-
endann norðan við Loðmundarfjörðinn, eða varð föst í íshröngli-
Faðir minn fór út eftir og bauð skipstjóra og stýrimanni heim
með sér. Var þeim hoðið inn í gömlu slofuna, en lnin var upp-