Eimreiðin - 01.04.1947, Blaðsíða 30
102
LÍFSÞÆGINDI OG LÍFSHAMINGJA
EIMREIÐltf
unni. Það liggur við stundum, að maður freistist til að trúa oflM-
ungnum, sem sagði eitt sinn, að það væri hægt að koma á frai»'
færi hvaða viðvaningi sem væri og hvaða gutli sem væri, aðei»s
með því að vera nógu harðskeyttur í áróðri og auglýsingaskrunU'
Mörg dæmi úr þjóðlífinu styðja þessa fullyrðingu. Það er eit*
af eftirtektarverðustu einkennum ómenningarinnar, hve mikið
ber á skruminu:
List er það líka og vinna
lítið að tæta upp í minna,
alltaf í þynnra þynna
þynnkuna allra hinna.
Vér megum vera á verði, ef hið napra háð þessarar alkunin1
vísu verður ekki orðið að fúlustu alvöru áður en varir. Svo tíH
er nú skrumað af því, sem lítið er eða ekkert orðið, — oft, ekki
einu sinni byrjað að framkvæma. Þetta er að verða íþrótt.
Sögu þjóðanna má líkja við mikla hergöngu. Á þeirri göng"
skiptast á sigrar og ósigrar. Hergangan mikla, sem íslenzka þjóði"
lióf fyrir ellefu öldum, liefur orðið tafsöm og erfið. Margt hefiT
til trafala orðið á hinni löngu leið. Máttugir óvinir liafa setið f
fleti fyrir í hinum ytra lieimi. Hið innra með sér hefur þjóðn1
oft verið ósamtaka og sundurþykk. Hljóðfallið í þjóðsöng henna1
hefur verið of hikandi. Þegar það verður taktfastara, má væiita
góðra tíðinda. Tempo di marcia fer vel við fagran þjóðsöng ^il
taktur sýnir samtaka þjóð.
En framþróunin er þegar orðin mikil. Lífsþægindin liafa auk-
izt stórkostlega. Á þetta mun verða bent og er bent. Það er
því ekki úr vegi að athuga nokkru nánar, hvað þessi framþróun
er í raun og veru.
Þróunin er í framfaraátt, þegar hún gengur út á það að geril
mennina óháðari uinhverfi sínu og veita þeim aukið vald yf,r
því. Þannig mundu bæði þeir, sem gert liafa efnisliyggjuna
lífsskoðun sinni, og jafnvel aðrir, skýrgreina hugtakið framþróiui-
En saga lífsins á jörðunni sýnir og sannar oftlega, að þróuni"
hefur hvergi nærri alltaf verið fram á við. Hún hefur stundun'
verið aftur á bak eða niður á við. Talið er iiokkurnveginii vísL
uð frumstæðasta lífveran, sem vér þekkjum, einfrumungarnir’
hafi lifað allt fram á þenna dag með litlum eða engum brey1"
ingum, frá því að lífverur urðu fyrst til á jörðunni. Dæmi eru til