Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1948, Qupperneq 42

Eimreiðin - 01.01.1948, Qupperneq 42
30 VOMURINN KEMUR EIMREIÐIN Nú voru hlerarnir teknir af lestaropunum og látnir upp í bátinn — en síðan mælti skipstjóri: — Svona nú — að færunum! Og það var engu líkara en allir — matsveinninn eins og aðrir — teldu vísa björg að því að fara að keipa, — svo fljótir voru þeir að hlýða skipun skipstjóra síns. Og flestir hömuðust við færið, enda bar það árangur. Nú vildi fiskurinn bíta — eða þá að meira var undir en verið hafði áður þennan inorgun. En þó að hamast væri við færin, þó að mjög hvini í vað- beygjum, þó að stappað væri fótum og fiskum og blýlóðum skellt á þiljur, og hátt léti í járnum, seglum, tói og súð — fékk ég ekki varizt því að heyra hljóðin frá vominum, og svo hreif hann þá augu og huga. Nú heyrðist ekki aðeins dynur, ekki einungis dynkir, heldur svo sem ógnandi mylluhljóð — eins og heljar- stórir kvamarsteinar nerust saman í sífellu — og það kváðu við smellir og skellir, líkt og liarðar risaskurnir væru að mvljast milli steinanna. I loft upp stóðu gosstrókar, og slæður breiddu úr sér, og tungur slöngvuðust — allt brimhvítt, reis yfir blá- grænan vegg, sem að ofan var hvít víðátta, þó með grænbláum burstum og spírum — eða þá svo sem litföróttum. Og Anna Torfhildur — nú fór að styttast á milli. Hún fyrst, svo hin. Tvö hundruð og einn höfðu mér talizt þeir — ekki undir hundrað og níutíu, það var það vissa. Hvort ég var ekki liræddur? Ég veit það ekki. En ég komst í meiri og meiri æsingu — undarlega æsingu. Hugurinn á sífelldu flökti — nú við það, sem var að sjá og heyra, svo það, sem koma mundi — síðan í landi: Eftirvæntingin — undrunin, því næst kvíð- inn — og svo sorg og skelfing. Ég gerði mér í hugarlund, hvers fólk mundi geta sér til — svona fyrst. Svo færi að reka úr skipunum. Þvílík óskapleg frétt! Hvað blöðin mundu segja? Um þetta yrði líklega getið úti um allan lieim — einn af hverjum tvö hundruð og tíu karlmönnum á íslandi, reiknaðist mér að manntjónið mundi verða, sama og sex þúsund manna tap hjá Dönum og sextíu þus- unda lijá Bretum ... En svo skammaðist ég mín út af þessum hugsunum. Foreldrarnir mínir, systkinin — allir þeir, sem eg þekkti og áttu aðstandendur á þessum flota, — svo hinir, líklega þúsundir manna, sem ættu að meira eða minna leyti um sart að binda. Já, ég var litlu betri en karlinn, sem ég hafði heyrt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.