Eimreiðin - 01.01.1948, Page 53
eimreiðin
„ÞAR GUL SÍTRONAN GRÆR“
41
Loks er loka dregin frá, og birtist mér kvennorn, úfin og ófétleg.
BiS ég um húsaskjól, tala ensku, en hún svarar á ítölsku, ber
hratt á og er auðsjáanlega hin reiðasta og vill mig á burtu. Reyni
cg þá að krydda mál mitt með nokkrum vel völdum orðum á
þýzku og bæti í grautinn ítölskum rúsínum eins og una camera
(herbergi), una notte (eina nótt), en liún lætur sig ekki að
heldur. „Una bona cena“ (góðan kvöldverð) styn ég upp, en þá
kastar fyrst tólfunum: Hún æpir að mér og ætlar að skella í lás,
en ég kem fæti á milli og bæti við „pango bene“ (borga vel).
Bá sljákkar töluvert í kerlu, svo að ég endurtek orðin og klappa
a brjóstvasann. Hún breytir um tóntegund og segir eittbvað
hvað eftir annað, sem ég ekki skil, en liún krefst svars við. Á
þessu gengur nokkra stund, unz liún bendir mér að koma inn
fyrir. Svo fer liún, en kemur von bráðar með hálfklæddan mann
með sér. Hann býður gott kvöld á ensku og ég slíkt hið sama, og
8egi honum í fáum orðum frá ástæðum mínum. Hann spyr mig
a móti, hverrar þjóðar ég sé, og er hann heyrir, að ég sé ls-
lendingur, lýstur hann upp gleðiópi, kveðst vera Bandaríkja-
niaður og hafa dvalizt í Reykjavík á hernámsárunum og bætir
við, að íslenzku stúlkurnar séu laglegar. Snýr hann sér svo að
norninni og mælir á ítölsku, en eftir því sem á líður ræðuna,
niildast svipur svarksins og er orðinn elskulegur undir ræðulokin.
Lúlkurinn kveðst hafa sagt lienni, að ísland væri Paradís, en
Lún tjáði honimi aftur á móti, að hún hefði verið að reyna að
^°ma Paradísarenglinum í skilning um, að hann gæti fengið
*iaeturgÍ8tingu, ef hann vildi sofa í lijónarúmi, en eins manns
lerbergi væri ekkert laust, húsráðendur ekki lieima, og þorði
un ekki að hýsa mig nema hafa vissu fyrir, að ég vildi sæta
Pessum kostum. Semst nú óðara með okkur, og þakka ég það
íslenzku kvenþjóðinni, og er ekki í fyrsta skipti, sem mér kemur
?°tt 11 r þeirri átt. Er ég hef borgað ökumanni, er kvöldverður
a borð borinn, og geri ég honum góð skil, en er síðan vísað til
erbergis, og kveðjumst við þernan með kærleikum: „Ruone
ö°tte, signore!“ — „Buone notte, signorina. Riposi bene!“
paginn eftir fer ég út í borgina, eftir að hafa borðað ágæta
taáltíð og tryggt mér herbergið næstu tvo daga. Ætla ég að hitta
raeðismanninn og ritara hans, en gríp í tómt.
® Bygg gott til glóðarinnar að sjá mig um í borginni og