Eimreiðin - 01.01.1948, Síða 64
52 „ÞAR GUL SÍTRÓNAN GRÆR“ EIMREIÐIN
hellulagðar, en háir veggir á báða bóga, og í úthverfi þorpsins
ber mest á djúpum troðningum. Hverju húsi fylgir aldingarður,
og kennir þar margra grasa, en mest ber á vínviðnum, enda er
eyjan fræg af víni sínu.
Við göngum upp bæinn og sjáum livarvetna fólk við vinnu
sína fyrir dyrum úti. Loks ber okkur þangað, sem liúsin verða
strjálli og meiri sveitablær á öllu. Við ætlum að ganga Solaro-
fjall, en villumst alltaf á liinum margslungnu krákustígum, sem
ekki sér fyrir sökum villigróðurs, fyrr en inn á er komið. Þegar
neyðin er stærst, er hjálpin næst. Við liittum nokkra pottorma,
á að gizka átta ára, þeir vísa okkur rétta leið, og fyrirliði þeirra
segir að skilnaði á klárustu ensku „Tbis way“! Við furðum okkur
á þessari enskukunnáttu, en eigum eftir að kynnast tungumála-
kunnáttu eyjarskeggja betur.
Okkur hefur verið sagt rétt til vegar og komumst brátt úr
mannabyggðum, inn á liásléttuna, sem aðskilur Capri og Ana-
capri, svo að samgöngur verða engar á þá hlið. Urðir, klappir
og gisið skóglendi skiptist á. Loks týnum við slóðanum í klungr-
inu, en verður þá það til happs að koma auga á konu með all-
vænan böggul á böfði uppi á liávöðunum; kallar liún í okkur og
sýnir leiðina með bendingu. Við höldum í liumáttina, en konan
er okkur saltstólpi. Stundum ber leiti á milli okkar, en hún
birtist óðar en varir á næsta hávaða. Loks er markinu náð, en
dísin borfin okkur með öllu. Er við svipumst um, komum við
auga á smákofa og göngum í áttina, kemur þá broshýr, eldn
kona á móti okkur og býður okkur velkomna á ítölsku, því
aðra tungu talar liún ekki. Takast þegar með okkur lijartan-
legar viðræður, þótt skilningurinn sé takmarkaður á báða bóga,
og nú býðst okkur það, er við höfum heitast þráð, en það er
svaladrykkur. Er við höfum gætt okkur á ágætu öli og blásið
mæðinni, búumst við aftur til ferðar, en Vincenzína — svo het
konan — fylgir okkur lir hlaði, fræðir okkur á örnefnum að
skilnaði, réttir svo fram hönd sína og kveður á sínu syngjandi
máli: „Arrivederci!“ (Sjáumst aftur). Ég hef ekki heyrt orðið
notað með þessari endingu fyrr, en seinna las ég, að svona kveðj-
ist aðeins góðkunningjar, og fyrir þá sök þykir mér ennþá vænna
um kveðju vinkonu minnar, Vincenzínu.
Eftir að hafa kannað þennan hluta eyjarinnar til nokkurrar