Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1949, Page 19

Eimreiðin - 01.01.1949, Page 19
EDÆREJBIK MÁLAGJÖLD 11 Hann gat beðið einn dag eða tvo, ef það var öruggara. Það var hans sterka hlið. H. Haufit eitt hefur liðið, fremur dimmt og dauflegt í stóra, gamla húsinu á Hólnum. Einmitt þetta liaust, í nóvember, varð frú Sigrún Guðmimdsdóttir Bergdal-Sumarliðason sextíu og fimm ára. Tíminn lét ekki að sér hæða, venju fremur. Hann kom og fór, hljóðlaust, en öruggt. Svo kom þessi afmælisdagur, með þreytuverk í baki og þvngsli í höfði, en bros á vör að venju. 1 þetta sinn komu helztu meim þorpsins saman í húsinu á Hólnum til mið- dagsverðar í tilefni afmælisins. Nú var ekki lengur unnt að breiða >fir aldurmn. Sá leikur var tapaður að fullu og öllu. Presturinn hélt fvrstu og lengstu ræðuna. Það var greindur, miðaldra maður. Hann talaði um hina eilífu æsku, sem aldrei léti bugast og aldrei gæti beðið ósigur. Hina fögru sál, sem væri „ávallt ung undir silfurhærum . Sýslumaður reis úr sæti og sagði nokkur velvalin orð. Hann talaði sjaldan í slíkum samkvæmum. Nú sagði hann einungis það, sem satt var, að hann hefði nú verið vinur frú Sig- rúnar Bergdal og heimilis hennar — hann nefndi hana frú Berg- gamli maðurinn — í full fjörutíu ár. Hann þekkti þessa ágætu konu einungis að góðu einu, og það væri mikið sagt með þ'í. Þeir væru, því miður, ekki margir, sem hann gæti sagt slíkt Um’ ®ljúgandi. Hann kvaðst vilja minnast fyrri manns hennar, Axels Bergdals, sem einnig hefði verið óvenjulegur heiðursmaður, hremlvndur og stoð og stytta héraðsins. Þegar sýslumaður liafði lokið máli sínu, var á öllu auðséð, að teinbjörn Sumarliðason var að því kominn að standa upp. En ö lum til undrunar varð frúin fljótari til í þetta sinn. Hún hóf mál sitt með því að segja, að þetta væri í fyrsta sinn, sem hún tæki svona hátíðlega til máls í samkvæmi. Hún hefði sjálfsagt áður komið mönnum að óvörum með athöfnum sínum stundum. - lennirnir sínir hefðu tekið af sér ómakið með ræðuliöld, og það af því, að hún stæði nú upp, að liún vissi það ekki vel, a sinn elskulegi ektamaki myndi alveg reiðubúinn að hlaupa tmdir bagga með sér, einnig nú. En nú, á þessum tímamótum, angaði sig sjálfa til að þakka vinunum fyrir sig. Því vissulega

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.