Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1949, Side 22

Eimreiðin - 01.01.1949, Side 22
14 MÁLAGJÖLD EIMREIÐIN Og lífið gekk enn sinn vanagang. Enginn varð þess var, að nein breyting væri á neinu í húsinu á Hólnum. Sveinbjörn Sum- arliðason þurfti nú ekkert að fara burtu eftir nýárið, eins og ætíð undanfarin ár, liann irndi sér vel heima. Jólin liöfðu liðið, góð og glaðvær að venju, smáboð og skemmtanir, messur og vökur. Frú Sigrún hafði skartað með sínu nýja, ljómandi fallega gull- liálsmeni, sem allir dáðust að. Sigríður á Lækjarbæ fékk nú aldrei heldri manna heimsókn, þótt viss maður kæmi heim frá ípilum hjá lækni, presti eða sýslumanni, en þessar liáu persónur spiluðu til skiptis hver hjá öðrvmi, tvisvar í viku. Hún var ekki í vafa um orsökina, hún Sigríður, en af eðlilegum á6tæðum bar hún sinn einstæðingsskap í hljóði og nrð kristilegri þolinmæði, vonaði að manninum, sem liún raunverulega elskaði, snerist hugur til hennar, ennþá eiuu sinni. En sú von var veik — því nú var æskan á ferð, liin sigursæla æska. Seint í febrúar kunngerði frú Sigrún manni sínum það, að hún ætlaði suður til Reykjavíkur með Esju eftir þrjá daga. Hún ætlaði að lyfta sér upp, lieimsækja dóttur sína og, sérstaklega, leita sér lækninga. Sveinbjörn tók því vel. — Það er alveg rétt, elskan mín, sagði liann. — Viltu, að ég komi með þér? Ég á mi auðvitað erfitt með að fara frá upp- gjörinu, eins og þú veizt. -— Nei, nei, sagði liún, — ég fer ein, góði, ég skil vel, að þú þurfir að vera heima. Hann leit snögglega á liana. Var einhver annarlegur hreimur í rödd liennar? Nei, á andlitinu var ekkert að sjá. Sami mildi, góði svipurinn í augunum. Sama róin yfir þessu fagra, nokkuð ellilega og þreytulega andliti. — Þú ert þreytuleg, sagði hann, — en ég vona, að guð gefi, að þessi ferð hressi þig og að þú fáir lækningu. Hún svaraði engu, en lokaði augunum. Það var ekki laust við, að hún fengi dálitla velgju, og liún var þreytt. Svo fór hún, og aldrei liafði liún áður haft þvílíkan farangur með sér, — föt, skrautgripi sína alla, jafnvel gamlar bækur, sem hún átti frá fyrri tíð, og myndir. Enginn sagði orð um það — hún réði. Það var undarlegt, að nú var það gamli Hermann Sighvatsson, sem mest hjálpaði frúnni við undirbúning farar- innar. Með ótrúlegri lægni tókst henni að koma því svo fyrir, að

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.