Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1949, Side 26

Eimreiðin - 01.01.1949, Side 26
MÁLAGJÖLD KIMREIÐIIí 18 Fólkið þyrpist að. Allir vilja heyra, allir þurfa að sjá þetta unrlur. Frú Sigrún réttir nokkrum höndina brosandi, en hún er nokkuð föl í andliti. Svo snýr liún sér að prestinum, sem faerir sig nær henni gegnum mannþröngina. — Komdu sæl og blessuð, frú Sigrún, segir hann, — og vertu velkomin — hann er dálítið skjálfraddaður, — en ég á bágt með að átta mig á þessu. Er hér að gerast kraftaverk? — Kraftaverk eru alltaf að gerast, svarar hún, — en ég væri þér þakklát, ef þú vildir ganga með mér til sýslumannsins. Það er ýmislegt, sem ég þarf að tala um við ykkur. Ég mun sennilega ekki dvelja hér lengi nú. Flugvélin bíður eftir mér. — Ég skil það, að þér inuni ekki ljúft að dvelja hér lengi, segir presturinu hikandi. — Það var mjög ánægjulegt að konia hingað, 6egir liún, — hringa sig svona niður úr himninum héma niður í víkina okkar gömlu. Hún hlær við, og þau leggja af stað upp götuna. Hún rennir augum eftir manni, sem hraðar sér upp að Hólshúsinu, mjög myndarlegum manni, sem virðist eiga annríkt.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.