Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1949, Side 38

Eimreiðin - 01.01.1949, Side 38
30 Á LANDI NÆTURINNAR EIMREIÐir? Illt er að dreyma ekki dýrra en dauðans lausnarstál, þótt mjög sé það miklu hýrra myrkrinu í eigin sál. Meiri er sú myrkurseyra morðingi en vindar og höf. Drjúpi mitt hjarta þeim dreyra, er dauðinn mér náðargjöf. Óttast ei, sál mín, þótt Óttinn þig elti um skugganna geim. Vonin er vökul, þótt nóttin og vegurinn lengist heim, vegurinn Vargaslóðir á viðunum Neyð og Böl, heim til þín, Heilög Móðir, heim til þín, Ljúfa Völ. Vonin er stjarnan, sem stígur í stefnu, þá heim skal sótt, fannhvítur örninn, sem flýgur fyrir mér langa nótt, ilmur af björk og beyki, borgin á fjallsins egg, lífsskuggans raunveruleiki langt ofar hellisins vegg. Angurnótt ógnandi hnefa aldrei mér fáir þá rún, að von sú, er vakir í sefa, verði ei máttugri en hún. Launrás frá uppsprettu Ijóssins lind streymir hjarta hvers manns. Ef óhindrað nær hún til óssins er ugglaust um vegferð hans. Vonin mér örugg veginn varðar, þótt för sé ei greið. Þótt mikið sé Óttans megin á myrkranna reginleið, sú vissa er varla að síður voldug, að handan við fár máttugra myrkra bíður morgunsins gullna ár,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.