Eimreiðin - 01.01.1949, Qupperneq 62
54
FÆREYSK HEIMASTJÓRN
EIMREIÐIN
myndafrumvarpi, eem Fólkaflokkuriim hafnaði þó á síðustu
stundu. En danska stjórnin birti frumvarpið og kvað það vera
tilboð til Færeyinga af simii bálfu. Frumvarpið var lagt fyrir
Lögþingið, en þar reyndist ómögulegt að ná samkomulagi, og
lauk þessu þrefi svo, að Lögþingið afréð að láta þjóðaratkvæði
fara fram um málið. Kjósendur áttu að segja til um, hvort þeir
vildu fullan skilnað við Daui eða taka danska tilboðinu frá 27.
marz 1946. Stjórnin lét þess getið, að liún mundi fallast á sam-
bandsslit Færevja og Danmerkur, ef þetta væri ótvíræður vilji
Færeyinga.
1 tilboðinu var fallizt á, að Færevjar fengi sérstakan staðar-
fána, að færeyska skyldi viðurkennd í skóla og kirkju, ásamt
dönsku, svo og í lögum og réttarfari, að svo miklu leyti sem það
bryti ekki í bág við það, sem liagfellt þætti, né við ríkisheildina.
Lögþingið gat gefið út tilskipanir og reglur með lagagildi um
færeysk mál, þó þannig, að ríkinu væru ekki lagðar fjárbagslegar
skuldbindingar með því. 1 stað amtmauns skyldi koma „ríkis-
fulltrúi“, sem yrði formaður beimastjórnarinnar í Færeyjum, en
í benni skyldi og sitja framkvæmdanefnd Lögþingsins, svokölluð
landsnefnd, skipuð fjórum mönnum, en formaður liennar yrði
varaformaður heimastjórnarinuar. Málum, sem bún befði til með-
ferðar, skyldi ráðið til lykta af 1) landsnefndinni, þegar málin
snertu valdsvið Lögþingsins, 2) ríkisfulltrúanum, ef málið snerti
aðeins stjórnarframkvæmdir ríkisins, og 3) öll öimur mál féllu
tmdir heimastjórnina í heild.
Hinn 14. september 1946 fór 6vo fram þjóðaratkvæði um sjálf-
stæðismálið, og skyldi nú skorið úr um, bvort Færeyingar vildu
slíta sambandinu við Dani. En úrskurðurinn varð ekki eins glögg-
ur og menn liöfðu búizt við. Atkvæðisrétt liöfðu 17.216 manns,
en af þeim greiddu 5.636 atkvæði með skilnaði, en 5.490 vildu
taka tilboði stjórnariimar. Skilnaðarmenn höfðu fengið 33% af
atkvæðunum, stjórnartilboðsmenn 32% og lieima böfðu setið
32%. En 3% greiddra atkvæða böfðu orðið ógild, vegna þess að
kjósendur liöfðu skrifað „nei“ við stjórnartilboðið á seðlinum.
Thorstein Petersen bafði bvatt þá, sem ekki vildu algeran skiln-
að, en liins vegar rýmri réttarbætur en stjórnartilboðið lofaði,
til að skýra þessa afstöðu sína með því að skrifa „nei“ á seðilinu.
Þessa túlkun vildu andstæðingamir ekki fallast á, og hófst nú