Eimreiðin - 01.01.1949, Qupperneq 66
58
FÆREYSK HEIMASTJÓRN
eimreiðiN
tili virðist kyrrð vera meiri en áður í stjórnmálabaráttunni hja
nágrönnum okkar.
En ltvað helzt sú kyrrð lengi? Samkomulagið var gert í trásst
við Fólkáflokkinn, og telja má víst, að liann haldi áfram barátt-
unni fyrir meginkröfu sinni, sem er fullur skilnaður við Dani.
Hvort honum vex fylgi frá því, sem nú er, kemur fvrst og
fremst undir þeirri reynslu, sem Færeyingar fá af hinni nýju
stjórnarhót. Hún nær ekki laugt. Færeyingar eru að vísu viður-
kenndir sem sérstök þjóð, en þeir eru enn liluti af danska rík-
inu og hafa fulltrúa í Ríkisdeginum danska. Frjálsræði þeirra in»-
an þessara vébanda verður fyrst og fremst undir því komið, liverjif
fara með völdin í Danmörku á hverjum tíma. En það er bersviu-
legt, að Danir liafa fullan hug á því að varðveita ríkisheildina
•og leggja því áherslu á, að sambúðin verði góð. Og það skrefið,
sem ræður úrslitum, geta Færeyingar stigið, þegar meiri hlutinn
vill, og sagt algerlega skilið við Duni. Þeir eru því alfrjálsir
gerða sinna og hafa í höndunum viðurkenningu Dana fyrir full-
gildu færeysku lýðræði í sjálfstæðismálinu. Og þeir hafa fengið
framgengt hinni mikilsverðu menningarkröfu Paturssons, að fær-
eyskan er viðurkemid sem höfuðtunga þjóðarinnar.
Aðalmótbára þeirra, sem varðveita vilja sambandið við Dan-
mörku er sú sama sem notuð var hér á landi af þeim, sem voru
mest hægfara í sjálfstæðisbaráttunni: að þjóðin rísi ekki undir
sjálfstæðinu. Færeyingar, sem byggja 17 af hinum 18 eyjum, er
einu nafni lieita Færeyjar, eru að vísu fámennari en íslendingar
— þeir munu vera tæp 30.000. Hins vegar er þétthýlið rúmlega
tífalt meira en hér á landi, því að eyjarnar eru ekki nema tæpir
1400 ferkm., og er hagnaður að því, að því er snertir t. d. skóla-
hald og vegagerð. En meðferð utanríkismála yrði þungur haggi
á færeysku lýðveldi, jafnvel þó meiri spamaðar væri gætt en
hjá okkur, og strandgæzla mundi og kosta mikið fé. Skilnaðar-
málið er því fvrst og fremst fjárhagsmál, en um varðveizlu sjálf-
stæðisins yrðu Færeyingar undir sömu sökina seldir og við og aðrar
vopnlausar smáþjóðir. Þeir yrðu að fá tryggingu sér stærri þjóða
fyrir varðveizlu sjálfstæðisins og hernaðarvernd, því að séð er,
að hlutleysisyfirlýsingar eru plögg, sem fáir taka mark á, og
sízt þeir, sem hættulegastir eru réttindum smáþjóðanna.