Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1949, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.10.1949, Blaðsíða 36
272 TRÝNAVEÐUR EIMREIÐIN dreif, er enginn almennilegur maður tekur inark á. Þetta er að- eins mín eigin reynsla á minni reikulu ævi, sein í raun og veru engan varðar um“. „Óttalegt sull er í þessu barni!“ sagði fullorðna fólkið. „Þetta er vatnsköttur, þessi strákur; alltaf á liausnum, — potandi í öllum pyttum og lækjum“. — Eitt sinn fann ég allmarga ála- orma í forarpytti uppi í mýri. Þeir lágu þar á kafi í leðjunni með blá-trantinn einan upp úr. Ég óð eftir þeim upp í axlir, veiddi þá alla og vöðlaði þeim í liúfu mína. Álarnir óku sér og iðuðu innan í liúfunni, en ég spretti úr spori og snaraðist lieiin- leiðis ærið dindilfættur og heimtaði vatnsílát undir veiðina. —' „Ósköp er állinn lífseigur!“ sagði fullorðna fólkið. „Ég er svo aldeilis bissa!“ Eftir það var um mig kveðið: „Ala-rektor ágætur, veiðimaður velkunnur allvel reynist liugaður: verði Olli sjómaður“. Ég spurði þá livaðan álarnir kæmu og livert þeir færu. Mér var sagt, að þeir kæmu úr sjónum og færu þangað aftur. Sama væri um vatnið. Það ætli upptök sín í sjónum og seytlaði þangað aftur, ýmist í streymandi stórám eða örlitlum lækjum. Þetta fannst mér afskaplega merkilegt og dásamlega dularfullt. „Á þá sjór- inn alla fiskana?“ spurði ég. „Já, alla fiskana, nema þá, sem guð gefur mönnunum“, svaraði fullorðna fólkið. Mikið fannst mér þetta merkilegt. Þótt ég væri þá eigi neina aðeins á sjötta ári, var ég sannarlega farinn að hugsa um sjóinn. „Hvar endar allur sjórinn?“ spurði ég. „Hann endar hvergi! Hann nær í kringum alla jörðina!“ var svarið. „Er þá sjórinn svona óttalega stór? Áttatíu þúsund faðmar!" sagði ég. Ég liélt þá, að það væri sú liæsta tala, er til væri. Síðan hefur mér fundizt, að frelsisþráin og fiskiríið, eða veiði- Imeigðin yfir liöfuð, vísnagerð og skáldskapur, væri allt af sania toga. Lækir og ár og tjarnir og vötn fullnægðu mér ekki, þegar fram í sótti. — Margar vndislegar ár og þokkalegir lækir eru á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.