Eimreiðin - 01.10.1949, Side 50
EIMREIÐIN
FRÁ HELLISGERÐI.
Þa3 var á öndverðu ári 1922, að málfundafélagið Magni í Hafn-
arfirði kaus nefnd, er svipast skyldi um eftir óbyggðu landsvæði
í nánd við bæinn, þar sem fram kæinu sem flest og gleggst einkenni
hins sérkennilega stæðis bæjarins. Fyrir valinu varð svokallað
Hellisgerði. Fór félagið þess síðan á leit við bæjarstjórnina að fa
gerðið til afnota. Var það leyft, en með því skilyrði, að gerðið yrði
gert að skemmtigarði, og skyldi girða það og hefja þar ræktun.
Vorið 1923 var búið að girða svæðið, en árið eftir voru fengnar
þangað 1000 birkiplöntur til gróðursetningar, og á-næstu árum var
lialdið áfram að rækta og fegra gerðið, svo að nú er það orðið að
hinum unaðslegasta skrúðgarði, eftir aldarfjórðungs aðhlynningu
og ræktun.
Það er í senn hrífandi og sérkennilegt að sjá fjölbreyttan gróður
Hellisgerðis skarta í fullum sumarskrúða innan um dældir og
dranga Hafnarfjarðarhrauns. Myndin hér að ofan er af því horni
skrúðgarðsins, þar sem hávaxin tré lykja um tjörn eina með gos-
brunni í miðju, en stígar liggja umhverfis tjörnina eins og annars-
staðar um garðinn, og er oft fjölmenni mikið á þessum stígum i
góðu veðri á sumrin.