Eimreiðin - 01.10.1949, Blaðsíða 80
316
RITSJÁ
eimreiðin
Grund í Grundarfirði 4. nóv. 1862
og á því ekki nema tæp þrjú ár til
þess að verða níræður, en talar, ritar
og hugsar eins og niaður á hezta
skeiði. Hann segir hér frá bernsku
sinni og æsku heima í Gruudarfirði,
námsárum sínum í Latínuskólanum
og liáskólanum, kynnum sínum af
Bretum og brezkri menningu, en í
Bretlandi hefur liann dvalizt leugst-
an hluta ævi sinnar, ferðalögum sín-
um víða um lönd, meðal annars dvöl
sinni á Mauritius, kynnum sínum af
frægum mönnum, stjórnvitringum,
listamönnum og skáldum, erlendum
og innlendum, störfum sínuin í þágu
bókmennta og sögu, en í meira en
hálfa öld liefur lestrarsalurinn á
British Museuin í London verið hæli
hans — og þar hefur lionuiu gefizt
tóm til að auðga anda sinn og vinna
að hinum margvíslegu liugðarefnum
sínum. En af þeitn inargvíslega fróð-
leik, sem bók hans hcfur að geyma,
eru svipmyndir lians af brezk-ís-
lenzkri samvinnu um sameiginleg
áliugamál eftirtektarverðastar og
þörfust fræðsla íslenzkum lesendum,
því of margir hér vita minna um
þau mál en vcra ætti.
Bókin er hin prýðilegasta að öllum
frágangi og flytur fjölda mynda.
Prentvillur eru ekki margar og fáar
hættulegar. Dæmi um þær liættulegu
er á bls. 306: „400 stúdentar taldir
vera í Cambridge, í stað 4000.
Þetta er hók, sem allir munu lesa
sér til ánægju. Hún er það athyglis-
verðasta í bókaflóði jólanna á því
herrans ári 1949.
Sv. S.
JORDEN ER MIN, eftir Guðmund
Daníelsson, er komin út lijá Gyld-
endals-forlagi (Kmh. 1949), og er
þetta þýðing á sögu hans, „Á bökk-
um Bolafljóts“, sem út kom á Akur-
eyri fyrir níu árum. Þýðingin er
nokkuð stytt og breytt frá íslenzku
útgáfunni, í samráði við höfundinn.
Segist hann í formálsorðum lengt
hafa ætlað að endurbæta söguna.
með það fyrir augum að fá hana aftur
gefna út á íslenzku. Þessar endur-
bætur koma strax í ljós, því fyrsti
kaflinn liefur verið styttur í þýðing-
unni, og óeðlilegri togstreitu lijóna
út af barni sínu sleppt í upphafi sög-
unnar. Margar slíkar breytingar fra
íslenzku útgáfunni hafa verið gerðar.
Jafnvel mannanöfnutn er breytt-
Ávaldi verður t. d. að Árna í þýð'
ingunni. Martin Larsen hefur annazt
þýðinguna.
FRIA'MÁN, eftir Halldúr Kiljan
Laxness, er komin út hjá bókafor-
lagi sænsku samvinnufélaganna
(Stockliolm 1949). „Sjálfstætt fólk
tekur sig vel út í þessari sænsku
útgáfu, og þýðingin, sem Anna Ost-
erman hefur annazt, virðist vel a^
hendi leyst. Laxness hefur enn ekki
látið á þrykk út ganga hetri sögu
eftir sig en Sjálfstætt fólk, hvað sein
seinna kann að verða. Er það því eðli'
legt, að þessi saga sé valin til þýðingar
á erlend mál, enda þó að lýsinga'
liennar á íslenzku þjóðlífi séu ekki
allar sem trúverðugastar. Það tókst
líka svo vel til með ensku þýðmg'
una á „Sjálfstætt fólk“, að þýðand-
inn náði furðu vel hinum sérstaka
stílblæ Laxness, og þessi sænska þýð'
ing virðist ekki standa þeirri ensku
að baki í þessu efni.
Sv. S-