Eimreiðin - 01.10.1949, Blaðsíða 33
eimreiðin
PICASSO
269
Picasso mun því jafnan verða talinn einn þýðingarmesti rnálari
þessa tímabils. Hitt er svo mikið vafamál, livort sagan viður-
kennir nokkurntíma, að þetta tímabil jafnist á nokkurn liátt við
onnur eldri tímabil í listinni, svo sem ítalska listtímabilið á
dögum Miclielangelo eða það gríska á dögum Fidíasar. Flestir
'nunu telja, að fegurstu verkin, sem Picasso hefur gert, séu frá
œskuárunum, bláma-, rósalita- og klassiska tímabilinu svonefnda
** listamannsferli lians. Um það atriði fer eftir stnekk manna og
mati á því, livað listin sé í eðli sínu. En uni það kemur öllum
saman, að Picasso sé einhver álirifaríkasti listmálari, sem nú er
nppi í lieiminum.
Sv. S.
INiú kemur þú»
Nú kemur þú, vetur, með kulda og hríð
og keyrir allt líf í dróma,
föhiaðan sá ég um flöt og hlíð
fegursta sumarblóma,
flúið hafa þitt fár og stríð
fuglar með sæta róma.
Um hjarnað landið og höfin víð
hersöngvar þínir óma.
En þó að þú takir veg og völd
og völluna látir frjósa,
hræðist ég ei þinn skyggða skjöld
með skartinu hélurósa.
Veit ég þín sögu- og kvæðakvöld
og kyndlana norðurljósa.
Gleð ég mig við þau gæðafjöld
og gjafmildi þinni hrósa.
Jón Jónsson, Skagfirðingur.