Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1949, Side 46

Eimreiðin - 01.10.1949, Side 46
282 TRÝNAVEÐUK eimkeiðin „Við skulum fela okkur guði á vald!“ æpti Abraham. Það var þá, að Jón Jónsson, formaðurinn, þreif stóra og sterka stein- bítsgogginn, þennan með livalbeinskeppnum, er hafður var til að rota með steinbítinn: „Hver, sem ekki lieldur kjafti og gerir eins og honum er sagt, — liann skal! — Hann skal!“ — Hann var berhöfðaður. Sjóhatturinn hafði slitnað af honurn, fokið burt og frelsazt. Hárið var rennvott og barðist um í lausum lokkum, flaksandi um liöfuðið. Það var sem eldur brynni úr augunuin. Hann var æðrulaus, þessi sægarpur. Það var liðin nokkur stund frá 6lysinu og við á liraða siglingu, er eittlivað lítið féll úr lofti og skall á sjóinn rétt framan við kinnunginn á bátnum. Ég sá að þetta var tóbaksbaukur, — nef- tóbakshorn! Rétt á eftir lygndi. Við vorum komnir út úr storm- inum. Það var komið bezta og blíðastá veður, er við lentum á Vatn- eyri. Allir vorum við vel lilífaðir, í góðum brókum og skinn- stökkum, og því ekki að sama skapi blautir sem við vorunt braktir og lemstraðir. Formaður ákvað, að við færuin allir upp á Vertsbús og fengjuin kaffi. Enginn liafði á sér pening, enda var sú vara ekki í allra vösum á þeim árum. Var því ákveðið að bjóða vertinum heilagfiski til vöruskipta, og varð það vel þegið á báða bóga. Áður en haldið' var upp á mölina, mælti liálfdrættingurinn: ** Ég er búinn að yrkja eina vísu um þessa veiðiför, og það eru sléttubönd“. „Það hehl ég sé merkilegt! Mættum við fá að heyra?“ „Greiðar veiðar leiðar-Iá reyðar-heiðar. -— Breið'ar-blá leiðir, seyðir, nevðir beiðir, meiðir, deyðir!“ Formaður mælti: „Ekki er nú vakurt, þó riðið sé! Þessum helvízkum þvættingi hefurðu verið að bögglast við að banga sam- an, meðan við hinir vorum að vinna. Láttu engan lifandi mann heyra þetta! En vel á minnzt: Ég harðbanna ykkur öllum, uð minnast einu orði á bátstapann! Já, alla tíð, — að minnsta ko6ti meðan ég er á lífi. Munið það! Mér verður hallmælt og legið á liálsi fyrir að hafa ekki reynt björgun, en það var óhugsanlegt og hefði ekki orðið til annars en að drepa okkur alla! Þið verðið

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.