Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1949, Side 17

Eimreiðin - 01.10.1949, Side 17
eimreiðin GESTUR 253 Förunautur minn hafði aðallega talað um hesta, kostagripi, sem verið höfðu í eigu lians. Og bráðlega sveigði liann talið á «ý inn á þær brautir. Ég hlustaði með kristilegri þolinmæði á v»ðal þessa málskrafsmanns. Að miklu leyti var þetta útflúrað kjaftæði, en vangavelturnar og ákavítið hans var — drottinn minn dýri — alveg dásamlegt. »Ég lief kynnzt mörgum hestum, ljúfurinn. Ég ætla að segja ]iér sögu, rækalli einkennilega sögu, skal ég segja þér, ljúfurinn“. Og hreppstjórinn gaut á mig rauðum glyrnum, glotti lymsku- lega, hallaði undir flatt, tuggði tóbakstöluna og spýtti. ,,1'yrir fáum árum síðan var kotræksni þarna inni í fjallgarð- nium“. Sögumaðurinn potaði í áttina til fjarlægra fjalla. „Kotið liafði lengi verið bvggt. Var um margt uotadrjúgt fyrir þá, sem höfðu krafta í kögglum og manndóm til að nýta nytjar þess. Þar Ví*r hagasæld og landkostir. En sem sagt er það nú komið í eyði. Síðasti ábúandinn var kona, ekkja, sem bjó með ungum syni sínum. Þegar kerlingin lirökk upp af, varð það mjög í sama niund, að strákurinn missti heilsuna og var fluttur á Vífilstaða- bælið. Pilturinn var fjandi einþykkur og sérvitur: liann lét drepa nið’ur allan bústofn þeirra mæðginanna, skal ég segja þér. Ég v_ar ekki heima, þegar hann lét framkvæma þessa andskotans 'itleysu. Sá hefði nú fengið að setja niður, ef mér hefði verið að mæta. Drepa kindurnar, þessar úrvalsskepnur, í stað þess að unna einhverjum að festa kaup á þeim. Hann hefði fengið af- bragðs verð fyrir þær á uppboði, stofninn var frægur og eftir- sóttur í héraðinu. Þó var það ein skepna, sem ekki var dauðadæmd. Það var hest- Ur, sem strákurinn hafði fest sérstakt ástfóstur við. Hestinum var komið í fóður, gefið með honum, eins og ómaga. Klárinn atti ekki að bíta á beiskjunni, skal ég segja þér, ljúfurinn. En árin liðu. Pilturinn komst ekki til lieilsu. Reitumar voru étnar upp. Hreppurinn varð að taka á sig byrðar vegna sjúklings- »18. Klárgarmurinn fékk ekki lengur lífeyrinn. Þá kom til kasta breppsnefndarinnar að ráðstafa honum: sumir vildu skjóta liann, grafa hann með húð og liári uppi í kofatóftunum á eyðibýlinu 1 dalnum, 6Ögðu, að það mundi helzt að vilja eigandans. Aðrir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.