Eimreiðin - 01.10.1949, Blaðsíða 69
EIMreiðin enn um silfursalann og urðarbúann
305
lö8i hreift. Hallgrímur bróðir lians bjó í Fremraseli. Hann dó
þar 21 ári síðar en Benjamín. Hallgrímur hefur fengið kistima
Ur dánarbúi bróður síns og ekkert vitað um leynihólfið. Skot-
silfur höfðu bjargálna bændur jafnan við hendi á þeim tímum,
gnpsverð eða svo, ef til þurfti að taka. Segja má, að Benjamín
hefði átt að segja frá þessu fé á deyjanda degi. En hann dó ekki
heinia þar á Fossvöllum, a. m. k. er liann ekki jarðsettur við
sóknarkirkju sína. Er þá skiljanlegt, að engum væri kunnugt imi
geymsluhólfið.
Með frásögn Guðmundar Snorrasonar er fengin sennileg skýr-
lug á því, hvemig morðgrunurinn kemst á loft, nærist og magnast
1 ieynum, meðan nákomnir ættingjar og vandamenn eru uppi,
1 hugarburðarheimi almennings, og kemur svo loks á opinberan
'ettvang löngu síðar í mynd og gervi fágaðrar þjóðsögu, er engum
'örnum verður lengur við komið.
^egna þess hvað frásögnin af Silfursalanum og urðarbúanum
hefur verið gjörð víðkunn, má vera rétt, að heimildir, fram
komnar eftir að frásögnin var rituð, komi 'einnig fram til saman-
hurðar. — Geta þeir, sem hvorttveggja lesa, þá metið sagnimar
eftir því, sem þeim þykir sanni nær.
nýja bók dr. Cannons.
í 2. hefti Eimreiðarinnar 1948 var frá því skýrt, að bráðlega myndi,
að forfallalausu, hefjast þýðing hér í Eimreiðinni á nýrri bók eftir enska
ækninn dr. Alexander Cannon. Útkoma þessarar bókar, sem á að bera
htilinn „The Power Within“, hefur nú dregizt í Englandi, vegna útveg-
unar og undirbúnings mynda, sem fylgja eiga efninu, en von mun um,
að hún komi út á árinu 1950. Mun þá íslenzk þýðing fljótlega byrja að
Ul'tast hér í Eimreiðinni, eins og áður hefur verið frá skýrt, að verða
myndi, eftir að bókin hefði komið út í Englandi. Þetta eru þeir beðnir
að hafa í huga, sem spurzt hafa fyrir um útkomu hennar á íslenzku.
20