Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1949, Side 8

Eimreiðin - 01.10.1949, Side 8
244 VIÐ ÞJÓÐVEGINN eimreiðiH fyrir því, að markinu verði náð. Fengi einn aðili að starfa á eigin ábyrgð, um ákveðinn tíma, að því að koma í framkvæmd umbótum og snúa þjóðarskút- unni á réttan kjöl, án þess að eiga það sífellt á hættu, að gripið væri fram í fyrir honum af löggjafarvaldinu og að starf hans sé truflað eða jafnvel ónýtt með öllu, einmitt þegar verst gegnir, mætti vænta einhvers já- kvæðs árangurs. Sá þverbrestur í stjórnarfarinu, sem ríkjandi ástand vottar á svo sorglegan hátt, verður að hverfa úr sögunni. Það er meðal annars með þetta í huga sem Fjórðungsþing Austfirðinga, Fjórðungs- samband Norðurlands og Þingvallafundurinn frá 10. og 11. september síðastl., vilja koma því í hina nýju stjórnarskrá íslenzka lýðveldisins, að löggjafarvald og framkvæmdavald sé aðskilið og forseti myndi ríkis- stjórn á eigin ábyrgð, sem alþingi geti ekki vantreyst og lamað í framkvæmdum fyrirvaralaust hvenær sem er á því ákveðna tímabili, sem henni er ætlað að hafa framkvæmdastjórn ríkisins á hendi. Þetta ákveðna tímabil hefur verið miðað við fjögur ár, og virðist sa tími alls ekki mega vera styttri. „Það, sem maður sáir, það mun hann og uppskera • Vér íslendingar höfum óþyrmilega fengið að reyna sannindi þessara orða úr Galatabréfinu. Sjálfsskapar- vítin eru svo augljós á ýmsum sviðum þjóðlífsins, að þau geta ekki dulizt. Og það, sem vel hefur verið gert, vegur ekki upp á móti þeim. Vér skulum vona, að nýja árið verði blessunarríkt, að oss auðnist að bseta á ýmsan hátt fyrir glöpin. Hið eilífa réttlæti, sem stjórnar tilverunni, mælir oss eins og vér verðskuldum- Því orðin hans Matthíasar standa óhagganleg, þrátt fyrir víxlsporin: í hendi guðs er hver ein tíð, hið minnsta happ, hið mesta fár, í hendi guðs er allt vort stríð, hið mikla djúp, hið litla tár.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.