Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1952, Qupperneq 54

Eimreiðin - 01.07.1952, Qupperneq 54
206 NÆTURGISTING eimreiðin lá eða kraup í rennblautu kjarrinu, tók í axlir henni, hjálpaði henni á fætur og hálfdró hana heim að húsinu, hjálpaði henni inn um gluggann, og áður en varði var hann farinn að kveikja upp í aminum með viðarsprekum, sem lágu hjá holinu. Eldspýt- umar hans voru enn þurrar í brjóstvasanum innan á jakkanum hans, þrátt fyrir regnið. Þetta var allra skemmtilegasti sumar- bústaður, setustofa, svefnherbergi, eldhús og geymsla, meira að segja kaffibaunir, export og sykur í skáp við eldavélina, svo það var hægt að hita kaffi. Stúlkan sá um eldhúsið, þurrkaði föt sín þar og hitaði kaffið. Pilturinn notaði á meðan setustofuna og arin- inn til að þurrka sig og sín föt. Þau sátu við borðið í setustofunni og drukku kaffið úr bollum, sem voru í skápnum frammi í eldhúsinu. Þarna virtist ekkert vanta. Það hlaut að vera efnafólk, sem átti þennan bústað. Regn- ið buldi á rúðum og þaki sem áður, en nú var þama hlýtt og vist- legt inni, föt þeirra orðin þurr, þau sjálf þvegin og greidd, skap- ið einnig orðið mun betra hjá báðum en áður. Notaleg værð hafði færzt yfir þau, þar sem þau sátu í þægilegum hægindastólum og dmkku sitt dýrmæta kaffi, þó að mjólkurlaust væri. Erfiði dags- ins var gleymt, og Rannveig sagði, að bezt væri að hvíla sig hér og sjá til hvort stytti ekki upp. Sannleikurinn var sá, að hún var of þreytt orðin til að halda áfram, jafnvel þó að upp stytti. Valur var henni fyllilega sammála um að hvílast. Allt í einu var glugganum, sem þau höfðu komið inn um, hrund- ið upp, og maður vatt sér inn um hann. Vatnið lak úr fötum hans niður á gólfið. Þeim varð hverft við. „Gott kvöld“, sagði maðurinn og tók ofan hattinn, „ég trufla vonandi ekki. Þetta er meiri rigningin". Þegar hvorugt svaraði, hélt hann áfram: „Ég hefði nú sjálfsagt ekki átt að troða mér svona inn óboð- inn. Þið hafið náttúrlega ekki átt von á gesti. Eruð þið nýflutt hingað?“ „Já, svo má það heita“, svaraði Valur, „við erum semsé að flytja inn í dag. Gerið svo vel að fá yður sæti“. Maðurinn fór úr jakkanum og hengdi hann á snaga, settist síð- an við arininn og kveikti sér í pípu. Þetta var miðaldra maður, myndarlegur sýnum og bauð af sér góðan þokka. Rannveig stóð á fætur, náði í þriðja bollann, hellti í hann sjóð- heitu kaffi, rétti komumanni og sagði: „Gerið svo vel, þetta er nýhitað kaffi“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.