Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.01.1954, Blaðsíða 30
10 VIÐ ÞJÓÐVEGINN EIMREIÐIN að framkvæma nema að nokkru leyti, sé ekki, að minnsta kosti óbeint, brot á gildandi viðskiptasamningum milli íslands og Bret- lands. Hér skal ekki rakinn sá lygavaðall, sem þyrlað hefur verið upp í nokkrum brezkum blöðum, um aðfarir Islendinga gagnvart brezkum sjómönnum, brezkum hagsmunum, brezkri „gentleman- like“ framkomu í sambandi við þetta mál. IVIargt af þeim vaðli er þess eðlis, að hann vekur fremur meðaumkvun með þeim, sem sök eiga á, en gremju. Einhver gáfulegasta ályktunin, sem dregin hefur verið af því tiltæki íslenzku stjórnarinnar að setja reglu- gerðina frá 19. marz 1952, er sú, sem lesa mátti í ensku blaði, eftir að brezkur togari hafði farizt í ofviðri við Grænland, en hún var á þá leið, að íslendingar ættu sök á því, að togarinn og áhöfn hans fórst, því að ef þeir hefðu ekki farið að færa út landhelgina, þá hefði togarinn aldrei farið að sigla til Grænlands, ergo: aldrei farizt! Margt fleira, allt að því eins gáfulegt og góðgjarnt, mætti til tína úr enskum blöðum í sambandi við landhelgismálið, ef maður vildi leggja sig niður við slíkt. Danskur uppgjafaskipstjóri í Grimsby, nokkurs konar Godtfredsen endurborinn, lét hafa það, ásamt öðru fleiru, eftir sér í ensku blaði, að íslenzkir togarasjó- menn hefðu ekki þorað að sigla til Englands á stríðsárunum, þegar brezkir stéttarbræður þeirra voru að berjast upp á líf og dauða fyrir föðurlandið, nema einungis til Fleetwood á vesturströndinni, og þá aðeins vegna þess, að peningagræðgin hefði orðið hugleys- inu yfirsterkari. Það, sem varnar því, að aðdáunarhiti íslenzkra unnenda brezkrar dánumennsku hefur ekki enn hrapað niður fyrir frostmark, er með- vitundin um það, að svona getur ekki talað og ritað nema sorinn úr þjóðinni, en ekki þjóðin sjálf, almenningur, eins og hann gengur og gerist. Skal svo ekki að skarninu vikið nánar. Nýlega barst Eimreiðinni eintak af dezemberhefti tímaritsins „Fish Industry" árið 1953, með grein eftir H. Pearce Sales um land- helgismálið, ásamt bréfi ritstjórans. Það er rétt og skylt að verða við tilmælum hans um að geta þessarar greinar að nokkru. Greinin hefst á hugleiðingum um misheppnaða tilraun Dawsons hins brezka til að brjóta löndunarbann togaraeigenda í Grimsby og vel skipulögð samtök brezkra togaraeigenda til að koma í veg fyrir að sú tilraun heppnaðist. Mr. Dawson, þessi frægi og al- ræmdi landi ritstjórans, nýtur ekki lengur minnstu samúðar í Bretlandi, og almenningsálitið er nú eindregnara en nokkru sinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.