Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Blaðsíða 49

Eimreiðin - 01.01.1954, Blaðsíða 49
eimreiðin Á HIMBRIMA-SLÖÐUM 29 að engin orð fá lýst. Þangað leitar hugur minn til hinna fögru sumargesta þeirra, fuglanna. Og þangað verð ég að komast og gista hjá þeim eina fagra sumarnótt inni við heiðavötnin björtu. Kýs ég þá að fara einförum og komast þannig í sem nánast samræmi við náttúruna. Á Ráðhússtorgi Akureyrar stíg ég inn í bilinn að morgni dags, °g síðan er brunað af stað í austurátt mót hækkandi sól og nýju lífi í skauti náttúrunnar. Brátt er Akureyri að baki. Bíllinn brunar um heiðar og dali og nemur fyrst staðar austur við Laxá. Ég er fljótur út úr bílnum og tek bakpoka minn og tjald, °g þar skilst með okkur. Að vörmu spori er bíllinn horfinn. Hér stend ég einn við fegurstu á landsins. 1 stríðum straumi rennur hún hér milli skrúðgrænna hólma og eyja, sem bryddar eru hvönn og hófsóley og miklum gróðri öðrum. Ég geng fram á bakkann til að gá betur að. Þarna er lítil vík eða vik inn í bakkann, og þar er vatnið lygnt, en fyrir utan er ólgandi straum- jaðarinn. Inni í lygnunni er stóra-toppönd með 12 unga, og verður nú heldur en ekki óróleg, er hún verður mín vör. En ég hverf óðar frá bakkanum, svo að ungarnir skuli ekki styggj- ast út í strauminn. Nú er langt síðan ég hef séð stóru-toppönd. Þykir mér gott að vita, að hún er þó ekki alveg útdauð enn. Ég geng nú upp með ánni og yfir brúna. Hér er hún í tvennu lagi, og tengir hana saman hólmi í miðri ánni. Mun það vera eini blómskrýddi brúarstöpullinn á öllu landinu! Þannig er frjósemi Laxár, að hún breytir köldum klettimnn í ilmandi blómskrúð. Nú er lagt á brattann fyrir alvöru, og er stefnt í norðaustur, því að í þá átt er helzt þess að leita, sem ég æski að finna í nótt. Að kvöldi dags er ég staddur undir hárri fjallshlíð. Við rætur fjallsins er blikandi stöðuvatn, ekki ýkjastórt að vísu, en einkennilega fagurt. Bakkarnir umhverfis það eru vaxnir feg- ursta gróðri, sem völ er á, og úti í vatninu eru hólmar með svip- uðum gróðri. Nú er blæjalogn, og rósrauð kvöldskýin svífa hægt um himinhvolfið og speglast í blækyrru vatninu. Alls staðar kveða við kvöldljóð fuglanna. Kyrrð og friður ríkir. Ég er orðinn bæði þreyttur og svangur og tek að svipast um eftir tjaldstað, en alls staðar eru gulvíðirunnarnir fyrir. Loks finn ég þó lítið rjóður og kem þar fyrir tjaldinu. Meðan ég er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.