Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Blaðsíða 91

Eimreiðin - 01.01.1954, Blaðsíða 91
EIMREIÐIN LEIKLISTIN 71 félagi Reykjavíkur. Þetta leikrit Holbergs hefur aðeins verið sýnt hér einu sinni áður og þá Menntaskólanemendum. Það hefði heldur ekki verið sýnt að Þsssu sinni, ef ekki hefði staðið sérstaklega á, minnast þurfti tvö hundruðustu ártíðar höf- undarins. Nánast tiltekið er leikritið safngripur, merkilegt, þar sem það er fyrsta leikrit hins afkastamikla leikrita- skálds, athyglisvert fyrir kunn- attumenn og grúskara, óvið- komandi líðandi stund. Vita- skuld eru skemmtilegir sprettir í leiknum, þá stund, er höfund- un teflir fram í fyrsta sinn breiðfylkingu grínfígúra sinna, sem hann teflir raunar ekki til uppnáms fyrr en í síðari leik- Htum sínum. Leikstjórinn, Gunnar R. Hansen, gerði virð- ingarverða tilraun til þess að tnóta, í leikgerð, sem hann hafði, og í leikstjórn, sálfræði- Mga mynd af hinni hviklyndu Lúkretíu. Tilraunin var fyrir- fram dauðadæmd. Á leiksviðinu lifir Lúkretía ekki eftir neinum sálfræðilegum reglum, hún hef- Ur 16 sálir, eins og Þorbeinn segir, og á leiksviðinu er hún jafn margar persónur. Hamfarir Lúkretíu urðu ekki sannfærandi hjá frú Ernu Sigurleifsdóttur, hversu ágætur sem leikur henn- ar var í einstökum atriðum. Hlutverkið reis beinlínis gegn ieikstjóra og leikkonu, þegar þau reyndu að þröngva því til einhvers skynsamlegs lífernis- uiáta. Af rissmyndum Holbergs her fyrst að telja Þorbein, for- föður allra Hinrikanna, sem Árni Tryggvason lék svo lysti- lega, að telja verður til meiri háttar afreka á leiksviðinu hér í vetur. Eins var um Gísla Hall- dórsson, sem lék galapínið Api- cius, sömu ættar og Jean de France, með blóðríkri kímni. Á undan var sýndur forleikur eftir leikstjórann, Svipmynd í gyllt- um ramma, sem viðeigandi inn- gangur að minningarathöfninni. Fimmtudagur, 11. marz: Sá sterkasti, sjónleikur frá 1902 eftir Karen Bramson, frumsýndur í þjóðleikhúsinu. Haraldur Björnsson er nú um- svifamestur leikara hér. Sú var tíðin, að hann átti erfitt upp- dráttar, aðkomumaður, fyrir heimaríkum vistmönnum leik- listarinnar hér, þegar hann kom nýr af nálinni, lærður leikari. Þá var honum fært flest til for- áttu, m. a. rangur framburður, jafnvel mállýti, persónulegir kækir og ofleikur í tíma og ótíma. Eitthvað af öllu þessu loðir við leik Haralds enn, en með fádæma einbeitingu hefur hann hrist flesta vistmennina af sér og skarað fram úr sem gam- anleikari. Það var eitt, sem Hellenar óttuðust um fram aðra hluti. Það var hybris, ofmetn- aður. Og vel má sá maður vara sig, sem ætlar sig svo sterkan, að hann geti verið þýðandi, leik- stjóri og aðalleikari á sama kvöldi. Að vísu, Haraldur endur- tekur aðeins það, sem hann gerði á leiksviðinu í Iðnó 1929. En þá var þetta nýtt. Aðeins sex ár frá því Reumert lék hlut- verkið í París, og skemmra síð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.