Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Blaðsíða 40

Eimreiðin - 01.01.1954, Blaðsíða 40
20 ÖRFLEYGAR STUNDIR eimreiðin Mennirnir hlýða ósjálfrátt og staulast á fætur. Sumir hníga aftur á knén. Villi flýtir sér í stígvélin og hjálpar svo Reijonen til að koma hinum máttlitlu á fætur aftur. „Áfram, gakk!“ skipar hermaðurinn við dyrnar. „Takið rekurnar og járnkarlana.“ Mennirnir hlýða eins og í leiðslu. Augu þeirra eru star- andi og hendurnar titra, er þeir grípa með sér áhöldin, um leið og þeir þramma fram að dyrunum. Þegar út er komið, er hver fangi kallaður upp með nafni og þeim raðað hlið við hlið. Jóhannes skríður fram á milli fóta hinna hávöxnu manna og reynir í örvæntingu að komast til Villa. En fyrirliðinn kemur auga á hann og hrópar: „Hvaðan kemur þetta barn? Farðu frá þarna, áður en það er um seinan!“ Jóhannes hrökklast fyrir skálahornið undir ískrandi síma- þráðunum. Hann heyrir fyrirskipanir og taktfast fótatak herflokksins, sem er að leggja af stað. Hermenn og fangar hverfa út í myrkrið. Jóhannes gægist fyrir hornið á skálanum, og þegar hann sér, að allir eru farnir, hleypur hann yfir garðinn og út á stöðvarpallinn. Þar sveiflast ljósker á staur, og við brautar- sporin glittir í týrur eins og úr órafjarlægð. Allt er óbreytt frá því er Jóhannes stóð þarna fyrir stundu. En þó er sú stund nú liðin og kemur aldrei aftur. Jóhannes stendur ráð- þrota í sömu sporum, lostinn ógn og skelfingu. Þeir hafa tekið Villa----------. Einhvers staðar handan við timburhlaðana meðfram járn- brautinni heyrist glamur í skóflum og járnkörlum. Drengur- inn tekur til fótanna, — hann ætlar að ná í Villa og fara heim með hann------------. Dökkleit þyrping manna þrammar áfram meðfram járn- brautinni. Sumir eru með byssur, aðrir með áhöld. Þeir fara út af veginum og í áttina til mýranna, yfir snæþakta velli og fram hjá svörtum brunarústum hruninna húsa. Um daginn hafði snjórinn meyrnað fyrir geislum marz- sólarinnar, en með kvöldinu hefur fryst og hörð skel mynd- azt ofan á snjónum. Hún er þó ekki nógu hörð til að bera þunga mannanna á göngunni. Þeir sökkva í brotið og sækist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.