Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.01.1954, Blaðsíða 72
52 UM ÞJÖÐSÖGUR EIMREIÐIN leitt. Gat Tómas prestur við henni son, og var hann vegna þess, á prestastefnu 1660, dæmdur frá kjól og kalli. Var þá Tómas prestur gamall orðinn. Hannes Benediktsson hét sá prestur, er þá fékk Snæfjallaþing. Hans fyrsta verk var að gefa þau saman í hjónaband, fyrirrennara sinn og Galdra-Möngu. Var það að vísu óleyfilegt, en séra Torfi á Kirkjubóli studdi hann. Var það styrkur góður, því að séra Torfi var stórríkur maður og héraðshöfðingi, þó gamall væri orðinn. Urðu af rekistefnur, sem þó hjöðnuðu fljótt, og styrkti það enn betur þann grun almúgans, að Margrét væri „yfirbevísuð“ galdranorn, og þetta áfall hennar mundi flýta úrslitum dauðadómsins, er yfir henni vofði. En þegar af því varð ekki, að hún yrði brennd á báli, eins og svo margir höfðu spáð henni, en loks alsýknuð af galdraáburð- inum — vildu fáir trúa. Þá tók þjóðsagan og þjóðtrúin málið í sínar hendur, með því ófært var, að einhver alræmdasta galdra- nom og þjóðsagnahetja íslands „missti glæpinn" og yrði heiðarleg prestsmaddama í héraði. Þjóðtrúin dró því belg á höfuð Galdra- Möngu, og þjóðsagan dró hana inn alla Snæfjallaströnd og drekkti henni undir fossinum fagra í Innri-Skarðsánni. Er það löng leið að fara og nóg vatn nær, en hvergi jafn stór foss og fagur. Heitir fossinn síðan Möngufoss, en hét áður Sólfoss, einhver fegursti foss á öllu Vesturlandi og blasir víða við gegnt suðri og sól mót útbyggðum ísafjarðardjúps, þar sem hann steypist fram af lóð- réttu hengiflugi hamrabeltisins. Já, stór var Galdra-Manga í þjóð- trúnni og mikið við að miða. En það er af söguhetju vorri að segja, að hún lifði í 66 ár eftir að henni átti að hafa verið drekkt undir fossinum; þar af 56 ár í ekkjudómi, dó loks árið 1726, komin hátt á tíræðisaldur. Vegna hinnar ómetanlegu hjálpsemi séra Torfa á Kirkjubóli, og eftir að líflátshættan var liðin hjá og Galdra-Manga gift Tómasi uppgjafapresti, gaf hún séra Torfa í þakkarskyni hinar dýrmætu bækur og handrit föður síns, er hún bjargaði frá bálinu í Tré- kyllisvík 25. september 1654, og brenna átti með Grími galdra- manni Jónssyni, er þá var réttaður, en höfðu gleymzt 5 dögum áður, þá er þeir voru brenndir Munaðamesbændur, Þórður og Egill. „Meðal bóka þessara var Konungsskuggsjá, er Þórður hafði sjálfur uppritað." Torfi prestur andaðist 1668, og tók þá Páll sýslumaður í ísa- fjarðarsýslu, sonur séra Torfa, við bókunum. Páll sýslumaður var stórríkur og giftist 1672 Gróu Markúsdóttur sýslumanns Snæ-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.