Eimreiðin - 01.01.1954, Side 48
28
Á HIMBRIMA-SLÖÐUM
eimreidin
hingað kemur, stór og glæsilegur, og látbragð hans allt svo
fagurt, og sundfimi hans svo frábær, að unun er á að horfa.
Þegar himhriminn kemur fyrst á vorin, má sjá hann hátt í
lofti. Er söngur hans þá eigi ólíkur rödd spóans, þegar hann
er í vígahug, en þó allmiklu fyllri og hljómfegurri. Liggur þá
vel á vininum minum fagra. Þetta mun vera samtímis sigur-
söngur hans og ættjarðarljóð. Langt niðurundan sér lítur hann
landið sitt fagra, þar sem hann var í heiminn borinn og hefur
síðan heimsótt á hverju srnnri. Hann sér einnig blátær heiða-
vötnin og tjarnirnar, þar sem konan hans hefur verpt eggj-
unum sinum tveimur, stórum og módökkum, og alið upp unga
sína.
Ferðin er á enda, og nú renna hjónin sér niður á heiðar-
vatnið og sjá mynd sína speglast í vatninu, rétt áður en þau
setjast. Hér búast þau við að dveljast allt sumarið, þvi að þau
eru litið gefin fyrir flakk og flandur. Og verði einhvers óvenju-
legs vart á landi, fer hann heldur í kaf en að grípa til flugsins.
Enda er hann svo líkamsþungur, að það tekur of langan tíma
að hefja sig til flugs, sé bráð hætta á ferðum. Og sé um það
að ræða, er sú venja hans, að fyrst stingur hann nefinu ofan
í vatnið og athugar allt nákvæmlega, leggst síðan flatur fram
á vatnið, spyrnir við fótum og smýgur hljóðlaust i djúpið.
Himhriminn getur ekki gengið á landi fremur en lómurinn.
Velur hann sér því varpstaði, þar sem bakki er svo lágur, að
hann geti auðveldlega skriðið upp í hreiðrið, sem venjulega er
ekki lengra frá vatnsborði en sem svarar liðugri lengd fuglsins.
Himbrimi kvað ekki verpa annars staðar í Norðurálfu en hér
á íslandi, að sögn Kochs og fleiri fræðimanna. Kemur hann
hingað á vorin og hverfur venjulega burt á haustin og heldur
sig þá meðal annars enn norðar, á fshafsströndum Noregs,
Síbiríu og víðar.
II.
Ég mun nú segja frá síðustu heimsókn minni á Himbrima-
slöSir fyrir nokkrnm árum.
Það er í öndverðum júlímánuði. Miðnætursólin er enn svo
hágeng, að hún sést alla nóttina af himnn fögru heiðum Norður-
lands. Og um þessar mtrndir búa þær yfir slikri yndisfegurð,