Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Page 48

Eimreiðin - 01.01.1954, Page 48
28 Á HIMBRIMA-SLÖÐUM eimreidin hingað kemur, stór og glæsilegur, og látbragð hans allt svo fagurt, og sundfimi hans svo frábær, að unun er á að horfa. Þegar himhriminn kemur fyrst á vorin, má sjá hann hátt í lofti. Er söngur hans þá eigi ólíkur rödd spóans, þegar hann er í vígahug, en þó allmiklu fyllri og hljómfegurri. Liggur þá vel á vininum minum fagra. Þetta mun vera samtímis sigur- söngur hans og ættjarðarljóð. Langt niðurundan sér lítur hann landið sitt fagra, þar sem hann var í heiminn borinn og hefur síðan heimsótt á hverju srnnri. Hann sér einnig blátær heiða- vötnin og tjarnirnar, þar sem konan hans hefur verpt eggj- unum sinum tveimur, stórum og módökkum, og alið upp unga sína. Ferðin er á enda, og nú renna hjónin sér niður á heiðar- vatnið og sjá mynd sína speglast í vatninu, rétt áður en þau setjast. Hér búast þau við að dveljast allt sumarið, þvi að þau eru litið gefin fyrir flakk og flandur. Og verði einhvers óvenju- legs vart á landi, fer hann heldur í kaf en að grípa til flugsins. Enda er hann svo líkamsþungur, að það tekur of langan tíma að hefja sig til flugs, sé bráð hætta á ferðum. Og sé um það að ræða, er sú venja hans, að fyrst stingur hann nefinu ofan í vatnið og athugar allt nákvæmlega, leggst síðan flatur fram á vatnið, spyrnir við fótum og smýgur hljóðlaust i djúpið. Himhriminn getur ekki gengið á landi fremur en lómurinn. Velur hann sér því varpstaði, þar sem bakki er svo lágur, að hann geti auðveldlega skriðið upp í hreiðrið, sem venjulega er ekki lengra frá vatnsborði en sem svarar liðugri lengd fuglsins. Himbrimi kvað ekki verpa annars staðar í Norðurálfu en hér á íslandi, að sögn Kochs og fleiri fræðimanna. Kemur hann hingað á vorin og hverfur venjulega burt á haustin og heldur sig þá meðal annars enn norðar, á fshafsströndum Noregs, Síbiríu og víðar. II. Ég mun nú segja frá síðustu heimsókn minni á Himbrima- slöSir fyrir nokkrnm árum. Það er í öndverðum júlímánuði. Miðnætursólin er enn svo hágeng, að hún sést alla nóttina af himnn fögru heiðum Norður- lands. Og um þessar mtrndir búa þær yfir slikri yndisfegurð,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.