Eimreiðin - 01.01.1954, Side 88
68
FRlMERKJABÁLKUR
eimreiðin
^rttncrfejaíiánutr
c*e»c«e«e«e«c«c»c»e«c«c»c»c*c«c«c«c«e»c«c«c«e*í
Frímerkjasöfnun er mjög út-
breidd víðs vegar um heim, og hér
á landi munu margir safna fri-
merkjum, þó að engar skýrslur séu
til um fjölda íslenzkra safnenda.
Þetta er góð og gagnleg tóm-
stundaiðja, því að auk ánægjunnar
af söfnuninni, er hún beinlínis
menntandi og eykur þekkingu
manna um lönd og þjóðir. Hér í
Eimreiðinni mun öðru hvoru birt-
ast ýmislegt um frímerki og frí-
merkjasöfnun, sem fróður maður
um þau efni ritar og annast um.
Geta menn snúið sér skriflega til
hans um allt, er að frímerkjasöfn-
un lýtur, og nægir að rita sem
utanáskrift: Frímerkjabálkurinn,
EimreiOin, Pósthólf 322, Reykjavík.
Sendið burðargjald, ef þér óskið
svars. Bréf um frímerkjasöfnun og
annað, sem frímerki varðar, verða
birt hér í bálkinum, ef þau hafa
einhvern fróðleik að færa og eru
stuttorð.
Fyrstu íslensku
frímerkin.
Frímerki voru gefin út í fyrsta
sinn fyrir Island árið 1873. Voru
það 5 almenn frímerki, 2ja, 3ja,
4ra, 8 og 16 skildinga og 2 þjón-
ustufrímerki, 4ra og 8 skildinga.
Öll voru frímerkin send út til póst-
afgreiðslunnar á tímabilinu janúar
til júli 1873, nema 3ja skildinga
frímerkið, sem var sent út á tíma-
bilinu marz—júlí sama ár.
Af hverju gildi, 2ja, 4ra, 8 og 16
sk. frimerkjanna voru gefnar út
400 arkir, af 4ra sk. frímerkinu
1000 arkir og af 3ja sk. frímerkinu
250 arkir. Af 4ra sk. þjónustufrí-
merkinu voru gefnar út 500 arkir
og af 8 sk. þjónustufrímerkinu 300
arkir.
Islenzku skildingsfrímerkin eru
nú orðin fágæt og komin í allhátt
verð. Þannig er verð 3ja skildinga
frimerkisins (brúkaðs) skráð á 20
sterlingspund eða rúml. 900 kr. í
„Gibbons’ Stamp Catalogue" fyrir
árið 1953.
Bréfaviðskipti óskast.
Þýzk stúlka, 17 ára, óskar að
komast t bréfasamband viO ts-
lenzkar stúlkur og pilta. Hún
liefur áhuga fyrir frímerkja-
söfnun, íþróttum, kvikmyndum,
leiklist, söng, málaralist og
danzi, en vill þó fyrst og fremst
kynnast Islandi og Islendingum.
Þeir, sem sinna vilja þessum til-
mælum, skrifi á ensku, frönsku
eöa þýzku til:
Astrid Lange,
Braunschweig,
Eulenstr. 11,
Germany.
Frímerk jasafn
Farúks konungs.
Farúk, hinn brottrekni og land-
flótta konungur Egyptalands, átti
mikið og verðmætt frímerkjasafn,
sem nú er nýlega lokið við að selja
hæstbjóðendum fyrir milligöngu
hins nafnfræga frímerkjasölufirma
H. R. Harmer í London og New
York. 1 safninu eru mörg mjög fá-
gæt og verðmikil frímerki, og sér-
fræðingar telja, að safnið sé að
minnsta kosti 12 millj. króna virði.
En sölunni lauk svo, að ríkissjóð-
ur Egyptalands fékk um 6,4 millj-
kr. fyrir safnið, eftir að frá hafði
verið dreginn kostnaður við söluna.