Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Side 15

Eimreiðin - 01.07.1957, Side 15
NOKKUR ORÐ UM BÓKMENNTAKENNSLU 167 Bið eg honum blessunar, þá bústaðar minn nár í moldu nýtur. Bæði kvæðið sem slíkt og höfundur þess gefa tilefni til fróðlegra athugana. Að vísu var séra lljörn í Sauðlauksdal ekki stórskáld, og kunnari er hann af öðrurn hlutum frem- ur en skáldskap sínum. En einmitt efni kvæðisins gefur kennaranunr færi á að ræða ævi og störf Bjöms, sem er tíma- uiótamaður á margan hátt. Kennslustundin verður skemmti- legur Íslandssögutími. Þjóðhagir, náttúrufar, menntunarástand °g stjómarfar á 18. öld verður umræðuefnið í tímanum, og nemendum gefst færi á að varpa fram spurningum og athuga- semdum. Kvæðið stendur þeim fyrir hugskotssjónum sem sannur fulltrúi þess tíma, sem það var kveðið á. Og það er góður fulltrúi, fulltrúi þess bezta, sem bjó með fátækri þjóð 1 veglausu, óræktuðu landi, þjóð, sem átti sér jafnvel varla Lokkra byggingu, sem því nafni mundi nefnast í dag. Og hoðskapur kvæðisins, — er hann ekki jafntímabær nú og á t'mum Bjöms Halldórssonar? Og orðfærið: þreyttur fara að sofa; heimsins stund; gestaherbergi; góður borgari heims- lns; þá bústaðar minn nár í moldu nýtur. — Nei, ein kennslu- stund nægir ekki þessum tveim vísum. Við skulum t. d. at- huga þetta með gestaherbergið. Hefur ekki eitt af nútíma- skáldunum okkar einmitt ort kvæði, sem ber nafnið Hótel Jörð? Skyldu skáldin fara með yrkisefnið á svipaðan hátt? Eða að hvaða leyti skyldi Reykjavíkurskáldið svonefnda vera ólíkt ræktunarfrömuðinum vestra í viðhorfum sínum við til- ^erunni? Að hvaða leyti er hugsunarháttur 20. aldarinnar °h'kur hugsunarhætti þeirrar 18.? Við verðum að lesa kvæðið: Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá. en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.