Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Side 25

Eimreiðin - 01.07.1957, Side 25
KONUNGURINN í ATOM 177 Þegar konungurinn heyrði orð þessa lærða manns, hvarf hann úr musterinu. Allan þann dag sat konungurinn einn í hallargarðinum og horfði í gaupnir sér án þess að mæla. En þegar kvöldsett var orðið, kom drottningin til hans og spurði: — Hvert er ólán þitt, herra? Þá leit konungurinn upp og sagði: — Mirjam, í þúsund ár höfum vér lifað hér, stundað rétt- lætið og elskað hverjir aðra. Afar vorir og áar gáfu oss landið, hreint og óflekkað blóði og tárum ófriðar. Vér höfum yrkt þessa jörð starfsömum höndum, og guðirnir hafa blessað hana °g gefið oss þúsundfaldan ávöxt. Vitrir menn og góðir hafa feðzt meðal þessa fólks; þeir hafa skráð sögu vora frá vor- dögum, og því hafa margar þjóðir vitneskju urn ættir sínar °g upphaf. Mirjam, fyrir þau verk feðranna höfum vér stað- festu, og því erum vér talin þjóð meðal þjóða. — Satt segir þú, herra, gott er það land, sem vér eigum, °g svo fögur er saga vor, að því mun enginn gleyma. En ffukil hlýtur sú sorg að vera, er setur skugga á andlit þitt, þegar alls þessa er minnzt. Því segi ég, herra: — Vert þú sem þjóð vor í hjarta þínu og sem feður vorir í huga þínum, þá munt þú uppskera blessun kynslóðanna. Þannig talaði drottningin í Atom við herra sinn. Og af því konungurinn mat orð hennar og góðleik, gekk hann til musterisins með gull og roðasteina til að mýkja skap Gyðj- ffffnar. Og þegar hann hafði afhent þessa dýrgripi, lét hann fórna alikálfi og þrem grísum, því að hann vildi vita, hvort þjóðinni myndi farsælli sáning með vaxandi tungli eða á síð- asta kvartili. En í það mund er síðasti grísinn rýtti við blót- stallinn, heyrðist rödd véfréttarinnar, sem sagði: — Konungurinn sáir með vaxandi tungli, en Tríkótan, lnu illi, herðir stál undir merki bogans og örvarinnar, því a® hann hyggur að stórvöxnu grasi í landi Amíta. Þá heyrðist grátur í musterinu, og kveinstafir bárust um stræti borgarinnar. En þegar konungurinn heyrði þessa döpru rett, gekk hann til hallarinnar; og hann lét kalla fyrir sig ráðið og fjórðungshöfðingjana, sem og æðstupresta musteris- lris- En þegar valdsmennimir voru saman komnir, gekk kon-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.