Eimreiðin - 01.07.1957, Qupperneq 27
KONUNGURINN í ATOM
179
En á þessum degi, er konungurinn gekk meðal höfðingj-
a*ina, sá hann, hvar öldungur einn stóð sér og fáskiptinn. Og
hann varð undrandi að sjá svo þungbúinn mann á þessari
stund gleðinnar. Þess vegna gekk hann til æðstaprestsins
°g spurði um nafn hans og aðsetur. En æðstipresturinn hló
við og sagði:
— Þetta er meistari Talnaskólans í Kalis, Míþrades Kapía.
Hann kennir ungmennum borgarinnar að þekkja gang himin-
tungla. Hann kvað fara með nemendur sína um skóga og
uierkur til að kenna þeim fánýta hluti. Annars hafa prestarnir
tjað mér, að hann færi ekki fórnir sem aðrir menn, þó kvað
hann vera mikill vinur dúfnasalans í borginni.
hegar konungurinn hugleiddi orð æðstaprestsins, minntist
hann þess, að í æsku hafði hann oft lieyrt kennara sína vitna
td þessa hlédræga öldungs í Kalis. Því var honum eigi lítil
forvitni að sjá hann hér kominn og heyra, hvað hann hefði
frá sjálfum sér að leggja til þessa fagnaðar.
°g konungurinn lét kalla öldunginn fyrir sig og mælti:
— Hví ert þú svo þungbúinn og liví talar þú ekki, maður
frá Kalis? Feður þínir voru hingað komnir frá hinu mikla
Hndi, sem er fyrir sunnan súlur himinsins; en þeir höfðu
djarfari tungu og bjartari lit en aðrir menn.
há gekk öldungurinn fram, lyfti ásjónu sinni til auglitis
Vlð hinn mikla konung og mælti:
~~ Herra, þessa dæmisögu sagði Faðir Talnaskólans uppá-
halds lærisveini sínum á sólstöðuhátíðinni, er hann spurði
um Veginn, Upphefðina og Hið Góða. Meistarinn sagði:
Gakk út úr húsi þínu og seg nágranna þínum hið illa, og
hann mun trúa þér. Og næst, er þú gengur fram hjá húsi
hans, mun liann benda út um gluggann og segja við gesti
sína:
Sjá, þar gengur hinn vitri maður, hann, sem þekkir ljónið
°S sjakalann.
Og orð þitt nmn spyrjast um strætið, frá munni tjaldgerðar-
mannsins til eyrna fiðlarans. Og á kránni mun fiðlarinn segja
's°gur um vizku þína. Og hvert sem þú ferð, mun orðstír
þinn þangað kominn. Og áður en þú veizt, mun hann hafa
greitt götu jn'na að hásætinu. En á leið þinni til Húss hinna