Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Qupperneq 28

Eimreiðin - 01.07.1957, Qupperneq 28
180 EIMREIÐIN vitru sér þú liljur vallarins, og þú munt undrast fegurð þeirra og ilm þann, sem berst að vitum þér, hlýr sem andardráttur guðanna, djúpur sem næturhiminn. Og í krónum trjánna munu fuglar loftsins syngja um fegurð jarðarinnar, og þú munt sjá himininn speglast í tæru vatninu. Þá mun hugur þinn fyllast gleði, og hjarta þitt mun hljóma eins og harpa; og í fögnuði þínum munt þú ganga til nágranna þíns og segja: Vinur, ég hef fundið hið góða, það hefur mætt mér við þjóðveginn, ég hef séð það í krónum trjánna, vatninu og himninum, og ég hef fundið ilm þess á jörðunni. Þá mun harpa hjarta þíns hljóðna, og þá mun verða sól- setur gleði þinnar, því að nágranni þinn mun víkja frá þér með háðsyrðum. Og næst, er þú gengur fram hjá húsi hans, mun hann benda út um gluggann og segja með hlátri við gesti sína: Sjáið vitringinn, þann með geitarhjartað, þann, sem krák- urnar ærðu á veginum. Því eru stallsveinarnir ekki klæddir í kápur vitringanna við hirðina? Því eru leirkerasmiðirnir ekki látnir þjóna í musterunum? Því eru brunngæzlumenn- irnir ekki gerðir að byrlurum konungs? Þannig verður hinn góði maður að athlægi gárungum, hafð- ur að háði og spotti, snauður að vinum og verndarauði. Og hann mun fara úr borginni og leita að frið hins yfirgefna, þar til hann finnur aftur hina þöglu fegurð. — Herra, á þessa leið ræddi Faðir Talnaskólans við uppá- halds lærisvein sinn á sólstöðuhátíðinni, er hann spurði utn Veginn, Upphefðina og Hið Góða. Og hinn aldni þulur laut konungi sínum í auðmýkt, og mælti: — Herra, þér óttizt stríð. Yður hefur verið sagt hið illa, og þér hafið trúað því. Vitringamir hafa spáð ófriði, æðstu- prestarnir hafa séð teikn á himni; þess vegna hafið þér látið gera sverð úr plógjárnum, rýtinga úr ljáum og eldvörpur úr viði og nautshúðum. Allur málmur ríkisins hefur verið bræddur í pansara og lensur, kornhlöður þess eru tæmdar og burðardýr öll hafa verið sett undir vopn og vistir. Herra, ríki yður er snautt að gæðum og hamingju. Það er hallæri í nánd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.