Eimreiðin - 01.07.1957, Síða 31
KONUNGURINN í ATOM
183
því að slíkt er mikið vanþakklæti, þegar þess má vænta, að
kráðum rigni gulli í landi Amíta.
En fólkið spurði:
— Þér helgu menn, hvort mun það gull svala þyrstu korni
°g skrælnuðum skógi? Og þér vísu prestar, hefði eigi verið
Þetra sonunr vorum, að grafa áveitur um landið, svo að komið
Wætti þroskast og bera ávöxt, heldur en að grafa fallna menn
°g dauða meðal heiðingja?
Svo liðu dægrin í löndum fjarri.
Það var á einum aftni, er konungur Amíta gekk til hvílu,
að hann gat ekki sofið. Eigi var það grátur hinna særðu né
tar hinna munaðarlausu, er hélt fyrir honum vöku; hitt lá
honum þyngra á hjarta, að ekki alls fyrir löngu hafði hann
tekið til fanga ungan mann í þessu landi. Og er hann spurði
handingjann að því, hve lengi hann héldi að þjóð hans gæti
Vanzt þessum óvíga her, svaraði fanginn:
— Vér erum ekki þjóð, heldur sem hafið og himinninn.
Þetta þótti konunginum undarlegt svar, og hann mælti:
~~ Þú ert dulur og orðvar af svo ungum manni að vera,
°g því mætti ætla, að einhver rök fylgdu máli þínu.
Og þá svaraði fanginn:
~~ Þótt konungurinn bregði sverði sínu í hafið, sér ekki
högg á því eftir andartak, og þótt konungurinn kljúfi loftið
með lensu sinni, rennur það saman fyrr en auga á festir;
þannig erum vér sem hafið og himinninn.
A þessum aftni reis konungurinn úr rekkju og gekk út í
n°ttina, því að hann gat eigi sofið. Og hann hugleiddi öll
þau herbrögð, er leitt höfðu til sigurs á þessari löngu för.
^g þegar hann hugsaði um hinn langa veg, sem hann hafði
farið, leit hann til himins og sá, að hvolfið var rautt sem blóð.
þeirri stundu varð hann dapur, og hann minntist með trega
landsins og þjóðarinnar, sem verk feðranna höfðu gefið stað-
,estu. En þegar hann gekk urn herbúðirnar, sá hann, að liðið
Vakti og horfði til himins. Og hann undraðist hina miklu
bytrð, því að svo fálátir höfðu menn hans eigi fyrr verið. En
Pegar hann gekk inn í foringjatjaldið, var herráðið þar fyrir,
°S er þeir sáu hann, varð þögn meðal þeirra. Þá spurði kon-
Ungur Amíta: