Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Page 38

Eimreiðin - 01.07.1957, Page 38
Svart hvítt eftir Rósberg G. Snædal. „Hana, komdu nú,“ sagði konan enn einu sinni. Það var hvorki bæn né skipun í röddinni og ekkert persónulegt, að- eins áherzlulaus og vonlaus endurtekning, mælt fram af þrá- um vana. Hún stóð álút frammi við dyrnar og liafði liægri höndina á húninum, en hin vinstri hékk máttlaus í lóðréttri línu niður frá öxlinni og difaði til eins og handleggurinn væri ekki fast- ur við eigandann nema á kápuerminni. Þetta var holdlaus kona og svipvana. Það sást engin breyting á andliti liennar, þegar hún talaði, og munnur hennar var opinn, þótt hún þegði. Fótleggirnir niður undan kápunni voru íbognir og grennstir, þar sem kálfa var von. Það var eins og hún stæði a tveimur aususköftum. „Hana, komdu nú.“ Enginn veitti henni efdrtekt nema með hornauga, og maður- inn svaraði aldrei einu orði. Þó var hann staðinn upp og slangf' aði í átt til hennar og dyranna. Auk þeirra voru þarna nokkr- ar byttur að bjórdrykkju. „Sem martröð er mér dægur hvert án draums. Lílið er nótt án morguns. Dauðinn einn er dagur án kvelds.“ Hann rauf skarkala og skeggræður gestanna svo rækilega með þessuin

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.