Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Side 45

Eimreiðin - 01.07.1957, Side 45
ÚR FREMRIBYGGÐ OG TUNGUSVEIT 197 hvort hann vildi ekki reyna. Tók hann vel í það. En er hann v'ar kominn hálfa leið upp þilið, bilaði uglan, og skall Björn á bakið niður á grjótstéttina framan við skemmuna. Maður- inn var þungur, og var þetta mikið fall. Náði hann naumast andanum, hljóðaði og stundi og bað guð fyrir sér. f fyrstu þótti okkur gaman að, er karlinn hlunkaðist niður, en er við sáurn að hann hafði meiðzt, gránaði gamanið. Honum tókst naeð erfiðismunum að staulast á fætur og inn. Var honum hjálpað í rúmið. Þar lá hann lengi með heita bakstra, — og lauk þar með lestrarlærdómi okkar, enda óþarfi að halda hon- um lengur áfram. Við fengum ávítur hjá föður okkar fyrir að hafa narrað karlinn út í þetta príl, en hann sá þó fljótt, að þetta var af óvitaskap en ekki illvilja, enda gamli maður- iun átt að hafa vit á að hætta sér ekki út í leikinn. Og ekki kenndi hann okkur um ófarir sínar eða lét okkur gjalda þeirra að neinu leyti. Vond inflúenza gekk um vorið. Lögðust flestir í bendu, og var það mjög óþægilegt. Faðir minn varð ekki veikur, og ein stúlka veiktist ekki. Bjöm gamli Pálsson fékk ekki flenzuna. Hann var þá farinn að skríða á fætur. Hellti hann terpentínu 1 föt sín og rúm, kvað það drepa veikina eða sóttkveikjuna. ^lestir komust fljótt á fætur, og engin alvarleg eftirköst urðu á Mælifelli, en í sveitinni varð veikin, eða lungnabólga, sem henni fylgdi, nokkrum að bana. Onnur langferð, sem ég fór með foreldrum sínum, var heim Hólum. Ég var þá mjög ungur. Það var seint um vor eða snemma sumars, líklega um mánaðamótin júní—júlí, jörðin 1 fegursta skrúða og veðrið ákaflega gott. Ég minnist þessarar ferðar vel. Hún varð í mínum huga stórviðburður, sem aldrei Rleymist. Fyrsta daginn riðunr við út á Sauðárkrók, en þangað bafði ég fyrst komið vorið áður. Hólaferðin mun því hafa Verið sumarið 1894. Sauðárkrókur stendur undir melbörðum, áO—50 metra háum, sem talið er að hafi myndazt fyrir 10 eða O þúsund árum. Er Krókurinn byggður á landi jarðarinnar Sauðá. Þar bjó þá danskur nraður, Hansen að nafni, en sá, sern fyrstur byggði hús á Sauðárkróki, var Ámi „vert“, járn- smiður, lærður í Kaupmannahöfn. Var nú staðið við á Krókn- um aðeins einn dag, og man ég ekki eftir neinu markverðu,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.