Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Qupperneq 46

Eimreiðin - 01.07.1957, Qupperneq 46
198 EIMREIÐIN er þar gerðist þá. Tímanlega dags héldum við svo af stað sem leið liggur með sjónum austur Borgarsand. Dálítil norðan Jiafgola mun hafa verið, og brotnuðu öldur hafsins við sandinn. Fannst mér það tilkomumik.il sjón, — engu tilkomuminni en er ég síðar sá brim undir Jökli á Snæfellsnesi, í Grindavík og á Eyrarbakka, og var þó ólíku saman að jafna. En ég hafði, er ég reið með foreldrunt mínum niður Borgarsand, aldrei áður séð haföldur brotna við land. Var fagurt að sjá yfir fjörðinn, Drangey, Málmey og Þórðarhöfða, en Tindastóll í norðvestri, mikið og fagurt fjall. Þar uppi vissi ég að var tjörn ein. Á Jónsmessunótf flaut á henni miðri óskasteinninn, aðeins augnablik. Og þaðan mátti sjá sólina dansa á páska- dagsmorgun og raunar víðar að. Gamalt fólk þekkti ég, er kvaðst hafa horft á þennan sólardans. Karl einn sagði mér þetta af sjálfum sér. Ég spurði Sigurð Magnússon, hvort þetta væri þannig. „Ég er hræddur um að hann hafi liaft eittlivað í kollinum," sagði Sigurður. Ekki skildi ég það, og lét þar við sitja í bráð. í austur voru fjöllin eins og múrveggur að sjá, alla leið lengst út með firði og fram undir Hjaltadal. Næst var Hegra- nesið, delta í Héraðsvötnum, stór og hálend byggð, heilt prestakall á þeim dögum. Presturinn sat á Ríp. Það átti fvrir mér að liggja að eiga þar heima í fjögur ár síðar. Á vestari ósi Héraðsvatnanna var þá dragferja mikil, og var ferjumaður Jón Magnússon á Utanverðunesi, annálaður kraftamaður, skytta mikil og fiskimaður. Hann átti byssuhólk einn stóran, framhlaðinn. Voru það ógrynni af púðri og högl- um, er hann lét í þá byssu, enda sló hún mikið, er hann hleypti af, og drunur eins og fallbyssuskot. Jón var hægur maður í umgengni, góður drengur og mætur, fremur þung- lyndur á síðari árum. Menn og hestar fóru út í hina miklu ferju. Lá strengur yfir ósinn, og var „spil“ eða vinda í stafni. Man ég vel, að útfall var og gekk á flugferð út á miðjan ósinn, en var afar erfitt að vinda hinn helming leiðarinnar, því að straumur var allmikill. Voru tveir menn á sveifinni og áttu samt fullt í fangi, — var þó annar þeirra Jón, tvíefldur að kröftum. Man ég vel, að hestar okkar titruðu af hræðslu, enda aldrei
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.