Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Blaðsíða 47

Eimreiðin - 01.07.1957, Blaðsíða 47
ÚR FREMRIBYGGÐ OG TUNGUSVEIT 199 verið ferjaðir áður. Karl einn úr Nesinu var í ferjunni. Sat úann á hestbaki alla leið, og var hestur lians alveg óhræddur. Þetta var mikið ævintýri. Bezt man ég eftir hinum íturvaxna ferjumanni, Jóni Magnússyni. Reiðgöturnar yfir Hegranesið lágu fram með sjónum, er austur yfir kom, neðan við Keflavík. Eru þar háir klettar með ''jónum. Þótti mér undarlegt, hve sjórinn var mislitur, grænn, blár og mórauður í stórum spildum. Sólskin mikið var þá um daginn. Glampaði á bæjarþil í Viðvíkursveit og Óslandshlíð, svo og húsin í Kolkuósi, Grafarósi og Hofsósi. — Fyrir mér var þetta allt nýr og merkilegur heimur. Svo var riðið fram hjá gamla þingstaðnum Garði, þar sem Grettir eitt sinn glímdi. Sást þar enn móta fyrir búðatóftum. Var ekki laust við, að mér fyndist það heilagur staður, enda fornkappar í l'ugum bama á þeim tímum eins og samtíðarmenn,- svo mikið v°ru íslendingasögurnar, hinar merkari, lesnar og lærðar. Tal- aði fólk um Gunnar, Njál, Gretti, Kjartan, Skarphéðin, Snorra goða og aðra slíka eins og það væru kunningjar í næstu sveit, og engu líkara en þær Hallgerður og Bergþóra væru húsfreyjur ennþá á næstu bæjum. — Sturlungar voru mikið fjarlægari í hugum almennings og barna, svo og 15. og 16. aidar menn, nema Hallgrímur Pétursson og Jón Vídalín ðiskup — og jafnvel Brynjólfur biskup og hans samtíðarmenn, sem miklar sögur fóru af. Var nú haldið áfram ferðinni fram að Ási. Þar var þá Ólafur ‘Sigurðsson, áður alþingismaður (f. 1822). Mun liann þá hafa verið hættur búskap að mestu leyti og hafa fengið sonum sinum, Guðmundi og Gunnari, hina miklu jörð. Þar voru [°g eru enn 1956) tvö stór timburhús, og bjó sinn bróðirinn i hvoru húsi, Guðmundur (d. 1954, yfir 90 ára gamall) í neðra iiúsinu, Gunnar (dó um fertugt árið 1900) í efra húsinu. Þar bjó og Ólafur og kona hans, Sigurlaug. Ólafur var þá 72 ára, en Sigurlaug 6 árum yngri (f. 1828). Þetta heimili var rómað um allt land og þó einkum um Skagafjörð. Var Ólafur sveitar- i'öfðingi, jarðabótamaður mikill og hafði fyrstur manna byggt bmburhús þar um slóðir. Stendur það enn og er nú bráðum 100 ára. Síðar byggði hann annað, er hann skipti jörðinni "nlli sona sinna, en elzti sonurinn, Sigurður, fékk Helluland,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.