Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Page 49

Eimreiðin - 01.07.1957, Page 49
ÚR FREMRIBYGGÐ OG TUNGUSVEIT 201 I rébrú var þá á Austurvötnum, fyrsta brú, er ég hef séð á ævinni og stórfenglegasta — finnst mér —. Ég hef séð nokkrar stórbrýr erlendis og þótt lítið til koma í samanburði við það, sem barninu þótti, er það sá hina mjóu og renglulegu Austur- vatnabrú vorið 1894. Og mikil samgöngubót var að þeirri brú. Nú er þar komin ný brú og vönduð. Skammt frá brúarsporðinum austan megin fellur Gljúfurá 1 Vötnin. Kemur hún ofan úr dal, er liggur austur í Ijöllin. Mörgum árum síðar gekk ég upp með Gljúfurá. Eru þar djúp klettagljúfur. Var ég þá á rjúpnaveiðum 16 eða 17 ara að aldri og fór um leið í könnunarferð. Gekk ég upp á Hofsstaðafjall, og er þaðan glæsileg útsýn yfir Skagafjörð. Einnig gekk ég austur úr dalbotninum og kom þá fram á brún Hjaltadals, fyrir framan Hóla. Heitir þar Hvammsfell, vúmlega 1000 metrar á hæð. Ekki dvaldi ég þar lengi, því að n°rðangjóstur var og snjóföl á fjallinu. Var allhrikalegt að sja yfir fjöllin upp með Hjaltadal báðum megin. En víkjum aftur að Hólaferðinni 1894. Vegurinn eða reið- göturnar upp á Hrísháls lá þá upp með Gljúfurá eða skammt Eá henni að norðan verðu. Nú var orðið áliðið dags. Eins og °ft er við sjó, lygndi hina snörpu hafgolu með kvöldinu, og varð þá hið fegursta veður. Jörðin var í fullum blóma, komið Undir slátt, og er mér í barnsminni fegurðin og gróðursældin, enda meira um graslendi þar út frá en kringum Mælifell, þar Sern mikið ber á klettum og melum, en mýrarsund leynast á milH. En það, sem ég man bezt eftir, er, að maður einn reið a undan okkur löturhægt og söng „Ó, fögur er vor fóstur- J°rð“. Hann var í svartri kápu úr vatnsheldu efni og fylgdi áfast „slag“, er náði niður fyrir mitti. Ég þekkti manninn Þegar af kápunni, því að í henni hafði hann komið að Mæli- felli- Þar fór hinn ágæti prestahöfðingi og kennimaður °phonías Halldórsson, prófastur í Viðvík og dómkirkjuprest- Ur á Hólum. En hjá honum ætluðu foreldrar mínir að gista Pa um nóttina, enda góð vinátta milli þeirra og prófasts- Jonanna. En kona séra Zophoníasar var Jóhanna Jónsdóttir, layfirdómara Péturssonar. Ég vil geta þess hér, að öll mín ynni af séra Zophoníasi eru á þann veg, að ég tel hann hinn merkasta mann, og var hann brautryðjandi í mörgu og á

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.