Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Page 50

Eimreiðin - 01.07.1957, Page 50
202 EIMREIÐIN undan samtíð sinni. Hann var hinn mesti reglumaður, áhuga- samur um skólamál, dáðist mjög að lýðskólunum dönsku. Hann lét presta í prófastsdæminu taka upp barnapróf á hverju vori. Var prófað í lestri, skrift, reikningi, réttritun (íslenzku), kveri og biblíusögum. Farkennarar voru þá víða, eins og áður er getið, en auk þess kenndu prestar börnum, til dæmis faðir minn, reikning og íslenzku, auk kristinna fræða. Voru mörg fermingarbörn á þeim árum furðu vel að sér í þessum greinum, ég fullyrði betur en nú — almennt. Séra Zophonías var skemmtilegur maður, vitmaður, en ljúfur og lítillátur. Daginn eftir fórum við síðan að Hólum. Ég kom þar svo oft síðar, að ég man ekki að greina sundur, hvað gerðist sér- staklega í þessari ferð. En mikið þótti mér til Hóla koma, eins og jafnan síðan. IX. Ég varð snemma langur og léttur á mér til gangs og hlaupa, þótt kraftalítill væri ég — og sannaðist á mér, að „margur er linur, þótt hann sé langur". Mjög snemma á ævi minni for faðir minn, presturinn, að láta mig ganga með sér, er hann fór að húsvitja og taka manntal í sóknum sínum. Var það ætíð að vetri til, og valdi hann stillur og góða færð til þessara ferða. Var þá komið á hvem bæ í röð og jafnan farið heim að kvöldi, enda prestakallið ekki mjög víðlent og Mælifell miðsveitis. Það undraði mig mest, hversu mikið kaffi faðxr minn gat drukkið þá daga, en óvíða var boðinn matur, jafU' vel þótt við hittum svo á, að fólkið var að borða. Líklega hefur fólkinu ekki þótt ketsúpa eða mjólkurgrautur og slátux boðlegt prestinum, en oft fékk ég bolla eða glas af mjólk og stundum brauðsneið með lundabagga, kæfu eða rúllupylsl1 ofan á — því auðvitað drakk ég þá fremur lítið kaffi. Annars var kaffidrykkja á síðasta tug fyrri aldar óhemjulega nxiki' þar í sveitinni á mörgum heimilum, þar á meðal á MælifeH'- En þar var líka mikið borðað af góðum og kröftugum mah — vel unnið og mikið borðað. Þótti móðir mín bera rausnai' lega á borð fyrir fólkið. Veit ég, að enn lifir fólk, sem miniris,: þess. Alls staðar var alúðlega tekið á móti prestinum. Vai

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.