Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Síða 56

Eimreiðin - 01.07.1957, Síða 56
208 EIMREIÐIN og fólk ódýrt og bauðst meira en þurfti á þá bæi, þar sem nóg og gott fæði var og viðurgerningur góður. Reiðingar (klyfsöðlar) á áburðarhesta voru allir úr torfi. Var nokkur vandi að rista reiðinga og þurfti þéttan og rót- mikinn jarðveg. Ofan yfir undirtorfuna voru látnar 2 torfur, sín hvorum megin, og var oft vaðmál eða strigi utan um þær, Á þeim hvíldi klyfberinn, þvert yfir bak hestins, bogamyndað tré, grópað í þvertré, er lágu á reiðingnum, en upp úr klyf- beranum voru klakkarnir, sem baggarnir voru hengdir á, hver svo sem flutningurinn var. Niður úr þvertrjám (er hvíldu langsum eftir reiðingnum) voru þrjár ólar. Við þær voru öðrum megin festar gjarðirnar, en hinum megin voru móttökin, sem girt var með, og var þeim megin hringur á gjörðunum. Voru þessi móttök, svo og ól sú, er gjörðin var fest í, úr sterku nautsleðri, stundum þó úr snæri. Gjarðir voru úr hrosshári eða togi, venjulega hrosshári, brugðnar og nokk- uð breiðar. Reipi voru úr hrosshári, fléttuð, með ólarsilum næst högldum, en hagldir voru venjulega úr tré (harðviði) og boruð á 2 göt, stundum þó úr hvalbeini eða hornum (horn- hagldir). Hrosshárið var kembt, spunnið á rokk, tvinnað og svo fléttað. Hnappheldur, taumar og fleira var og unnið úr hrosshári, togi og garðaló, en garðaló var ull sú, er datt af fénu í húsum að vetri. Henni var safnað saman, hún hreinsuð og unnið úr henni. Fátt fór til spillis. Ég kembdi oft og spann hrosshár og fléttaði úr því, þótti það skemmtilegt og tilbreyt- ing frá lærdómi og leikjum, enda unglingar þá látnir læra alla algenga vinnu og heimilisiðn, sem mjög var í heiðri höfð- Afurðir búsins voru mjög notaðar á allan hátt og ekkert látið fara til ónýtis. Mikið var borðað af keti og mjólkurmat. en einnig mikið keypt af rúgi, hveiti, hrísgrjónum, banka- byggi og — því miður — afarmikið af kaffi og sykri. Var það í rauninni hið eina, sem var notað óþarflega mikið á mörg' um heimilum á þeim tíma. Slátur var afar mikið borðað, einkum með mjólkurmat, svo og í morgunmat. Kaffi, með smurðu brauði, var drukkið snemma morguns, morgunverð- ur var klukkan 10, kaffi með sykri um hádegið, miðdegiS' verður klukkan 3, eftirmiðdagskaffi klukkan 5 og oft auka- kaffi síðar, kvöldmatur, flóuð mjólk og smurt brauð, klukkan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.