Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Page 62

Eimreiðin - 01.07.1957, Page 62
214 EIMREIÐIN um löndum. Sá boðskapur, sem þessi áhrif flytja, er ekki boðskapur þeirrar Ameríku, sem ég er fulltrúi fyrir og ég hef ást á. Þessi áhrif flytja mestmegnis hoðskap þeirrar Ame- ríku, sem lært hefur að fullnægja draumum og leyndum hvöt- um andlega vanþroskaðra manna svo milljónum skiptir um heim allan. Hollywood er orðin tákn þessarar Ameríku, en við megum ekki gleyma því, að hún er ekki bara amerísk. Kvikmyndirnar, sem mér og ykkur geðjast ekki að, eru ekki sýndar í Reykjavík og Hong ICong vegna einhverrar þving- unar frá Bandaríkjunum eða vegna bandarískrar heimsyfir- ráðastefnu, eins og það hefur verið nefnt, heldur sökum þess að unga fólkinu líkar þær og vill greiða peninga fyrir að fá að sjá þær. Þessar kvikmyndir eru lélegar vegna þess, að það er meira af andlega óþroskuðu en þroskuðu fólki í heimin- um, og Hollywood liefur lært að lramleiða kvikmyndir fyrir fjöldann, alveg eins og Henry Ford lærði að framleiða bifreið- ar fyrir fjöldann. Þetta er fyrirhrigði, sem ég veit að veldur mörgum Islend- ingum áhyggjum. Hvergi er þróun einstaklingshyggjunnar sterkari en á Islandi. Lífið á einmana og afskekktum sveita- býlum hefur skapað harðgera sjálfstæðismeðvitund, sem keni- ur fram í daglegu lífi fslendinga, stjómmálum þeirra, list- um og bókmenntum. En ísland stendur nú á tímamótum mikilla umhreytinga. Það er að skipta urn ham og tekur upp nýja hætti fyrir gamla. Þetta kemur m. a. fram í hinum öra vexti Reykjavíkur og í því, hve fólkið hefur skjótt tekið að nota ýmiss konar varning og vörutegundir, sem voru óþekkt- ar fyrir einum mannsaldri síðan. Hættan er auðvitað sú, að þegar gleypt er við hinu nýja, muni hið hezta af því gamla glatast. Það er von mín og margra hugsandi Ameríkumanna, að sú verði ekki raunin á, hvorki í Ameríku né á fslandi- Boðskapur minn til ykkar er því þessi: Það er til sú Ameríka, sem mörg ykkar þekkið ekki. Það er til sú Ameríka, sem ht- ur neonljósin og nælonsokkana og kvikmyndirnar frá Holly- wood sem skemmtilegan, en þó yfirborðskenndan þátt hms mannlega lífs. Þetta er sú Ameríka, sem liggur á hak við ljos- hafið og hið glampandi, straumlínusnið yfirborðsins, sem

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.