Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Qupperneq 64

Eimreiðin - 01.07.1957, Qupperneq 64
216 EIMREIÐIN Englands, Pennsylvaníu og New Yorkfylkis og öðrum ná- lægum fylkjum eru heil héruð, þar sem sömu f jölskyldurnar hafa verið búsettar í meir en þrjú hundruð ár. Þetta er að vísu stuttur tími borið saman við þúsund ár íslands, en það er langur tími, þegar hann er borinn saman við þann ára- fjölda, sem flestir hafa átt búsetu í Reykjavík. Þá er annar stór og merkilegur þáttur amerískrar nútíma- menningar, sá, sem tengdur er menntaskólum og þeim há- skólum, er liggja víðs vegar um Bandaríkin. Margir þessir skólar eru í smáborgum, þar sem kennarar og nemendur lifa rólegu og friðsælu lífi við nám og kennslu. Aðrir háskólar, svo sem háskólinn í Pittsburgh og Kólumbíaháskólinn í New York, standa inni í miðjum stórborgunum. Allir eru þessir skólar samt athvarf þeim, sem elska bækur og nám meir en verzlun og viðskipti og vilja verja tíma sínum til lesturs og skrifta. Að vísu eru háskólar okkar í nánari tengslum við það bæjarfélag, sem þeir starfa í en háskólarnir í Evrópu, en engu að síður eru þeir fánaberar þeirra vestur-evrópsku mennta- erfða, sem eru sameiginlegar með þjóðum okkar beggja. Þess- ir háskólar framkvæma oft hina merkilegustu hluti. Þeir hafa tekið að sér ýmis störf og þjónustu, sem í Evrópu er í höndum ríkisins. Til dæmis má nefna, að næstum hver einasti há- skóli hefur sitt eigið leikhús, þar sem stúdentarnir hljóta þjálfun í að setja á svið bæði klassísk og ný leikrit. Það hefur oft verið sagt, að Ameríka hafi engin leikhús nema í NeW York. Því miður er þetta að nokkru leyti satt, að því undan- skildu, að um landið þvert og endilangt eru starfandi leikhús áhugamanna, undir stjórn og handleiðslu sérfræðinga, og árangur háskólaleikhúsanna er oft athyglisverður. Við háskól- ann okkar í Wisconsin höfum við til dæmis hið fullkomnasta leikhús, sem tekur 1300 áhorfendur í sæti. Oft og einatt styrkja háskólarnir ýmsa starfsemi á sviði tónlistar og ann- arra lista í landi, þar sem opinber listamannalaun eru ekki til. Svo að ég nefni enn einu sinni háskólann okkar í Wis' consin, þá er þar starfandi mjög kunnur listmálari, að nafm Aaron Bohrod. Einnig er þar starfandi strengjakvartett, sern nefnist Pro Arte. Önnur starfsemi, sem mjög hefur farið i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.