Eimreiðin - 01.07.1957, Síða 65
LANDIÐ MITT OG LANDIÐ YICKAR
217
vöxt á vegum háskólanna vestan hafs, er bókaútgáfa. Eftir
því sem kostnaður við bókaútgáfu hefur færzt í vöxt og al-
mennir bókaútgefendur orðið tregari á að prenta og gefa út
bækur, sem ekki seljast í gríðarstórum upplögum, hafa fleiri
°g fleiri háskólar tekið að sér útgáfu bóka, sem teljast til
merkra rita án þess að geta gefið arð. Þeir háskólar, sem nú
fást við slíka bókaútgáfu, hljóta að vera að minnsta kosti
eitt hundrað að tölu, og þeir gefa út nokkur hundruð bæk-
11 r á ári hverju. Venjulega eru þetta bækur, sem ritaðar hafa
verið af háskólakennurum, en eiga þó erindi til fólks utan
hins tiltölulega þrönga hrings sérfræðinga.
Þess gerist ekki þörf fyrir mig að lýsa frekar starfsemi þess-
ara menntastofnana. Þær ná ekki aðeins til þessara alvarlegu
°g ntenningarlega mikilvægu atriða, heldur og til hinna létt-
ari hliða daglegs lífs, svo sem íþrótta og annarra félagslegra
skemmtana. Jafnvel þar er um að ræða nokkurt mennta-
Sbdi, þar sem háskólar okkar leggja einnig stund á að kenna
nemendum sínum þá list að búa og lifa saman innan þess
lamma, sem þjóðfélagið markar þeim.
Fyrir síðustu heimsstyrjöld var lítið samband millum ís-
lands og þessa hluta hins bandaríska þjóðfélags. Eins og
Vamta mátti héldu íslenzkir stúdentar til Evrópu, aðallega
hlanmerkur, og hugsunarháttur þeirra mótaðist sem von var
at því, sem þeir lærðu þar. Þegar sambandið við Evrópu
^nkaðist árið 1940, sótti fjöldi íslenzkra stúdenta nám við
háskóla í Bandaríkjunum. Mér er í fersku minni, þegar fyrstu
lslenzku stúdentarnir komu til Madison í Wisconsin árið
1941. hað var mjög ánægjidegt og dýrmætt tækifæri, sem
’nér þá veittist, til að kynnast í fyrsta skipti afkomendum
þeirra Egils Skallagrímssonar og Jóns Arasonar. Þeir komu
hl okkar til þess að nema landbúnaðanu'sindi, læknisfræði,
hagfræði, efnafræði, og þeir hurfu aftur heim og fluttu þá
Ultð sér nýja og dýrmæta kunnáttu, sem orðið hefur þeim og
bðium til gagns hér á landi. Einn þeirra, sem nú er vel þekkt-
Ur maður hér á landi, sagði við mig um daginn, að þau ár,
^em hann var við nám í Wisconsin, hafi verið einhver hin
amingjusömustu í lífi sínu. Síðan styrjöldinni lauk, hefur