Eimreiðin - 01.07.1957, Qupperneq 66
218
EIMREIÐIN
tala íslenzkra stúdenta, sem stnnda nám vestan hafs, minnk-
að mjög, og ástæðan er sii, að það er tiltölulega dýrara að
sækja nám í Bandaríkjunum en á meginlandi Evrópu. Það
er ósk min og von, að þessi lækur þorni ekki alveg, því þetta
samband er mjög dýrmætt. Þegar þetta unga fólk kemur aft-
ur heim, er það ef til vill vinir Bandaríkjanna, og ef til vill
ekki. En hvað sem því líður, þá hefur þetta námsfólk að
að minnsta kosti l'engið tækifæri til þess að komast í samband
við hinar betri hliðar amerísks þjóðlífs, og ekki getur hjá
því farið, að það hafi liaft sín áhrif á það.
Hversu gagnleg sem þessi stúdentaskipti reynast, eru þau
þó frekar óákveðin og sundurleit, og koma þyrfti á varan-
legra fyrirkomulagi til þess að fylla í skörðin. Mér virðist
tími vera kominn til þess að atliuga gaumgæfilega, hvað
hægt er að gera til þess að korna á nánara samstarfi millum
Háskóla íslands og eins eða fleiri háskóla í Bandaríkjunum-
Öll ytri aðstaða er fyrir ltendi, þar sem Háskóli íslands hef-
ur þegar tekið við allmörgum sendikennurum frá öðrum
löndum og flestir þeirra njóta launa frá viðkomandi lönd-
urn. Öll Norðurlöndin og Þýzkaland ltafa slíka sendikenn-
ara hér. Því þá ekki einnig Bandaríkin? Hin Norðurlöndin
öll, sérstaklega Noregur og Svíþjóð, hafa komið á fót inn-
an vébanda liáskóla sinni föstu kennslukerfi í amerískum
fræðum, þar sem stúdentar geta lagt stund á amerískar bók-
menntir og sögu sem hluta al námi þeirra í enskri tungu.
Það er von mín, að ef heimsókn mín hingað á eftir að
bera einhvern varanlegan árangur, þá verði hann sá, að há-
skólanum í Reykjavík verði gert kleift að taka á móti amerísk-
um sendikennara. Slíkur kennari mun, á sama hátt og ég.
ekki einungis fá sérstakt tækifæri til þess að kenna, heldm'
og til þess að læra. Hann getur fært íslandi, og á hinn bóginn
Ameríku, þann boðskap, sent útilokar hið einskisnýta og nær
niður til hinna dýpstu róta og hinna hæstu ávaxta þeirra
menningarstofna, sent Iionum er ætlað að tengja saman. Hann
gæti notað hluta af tíma sínum til þess að læra tungu, sem
óx upp af sömu rótum og hans eigið móðurmál, þótt á gjdr'
ólíkan hátt væri. Ilann mun fá tækifæri til þess að kynnast