Eimreiðin - 01.07.1957, Page 70
EIMREIÐIN
Vaki ég yfir velli grœnum
vökulanga sumarnótt.
Allt er i svefni inni í bœnum,
úti í sumarþýðum blænum
sefur lamb i lautu rótt.
Vaþþa með mér völur falar,
vakrir skeiða gœðingar.
Hófar dynja, hlymja balar.
Hörþudiskur glettinn talar
við digrar meyjardopþurnar.
Vökudyggir vinir góðir:
völur, leggir, horn og skel,
hörpudiskar hýru-rjóðir,
hrifuskafta fákar móðir.
Lifið þið blessuð, lifið vel.
Vaki eg á vertiðinni
vökukalda hryssingsnótt,
nceðir oftast napurt inni
i norðangarði i sjóbúðinni,
þá er fœstum rekkjurótt.
Kalt er að beila kindagömum,
klakasíld og öðuskel
i verbúðunum veðurbörnum
og vosbúnaði kuldagjörnum,
meðan úti jálma él.
Heyri ég ennþá hrannir stynja,
hnitbjörg duna feigðaróm,
boða-skafla-bólstra hrynja,
brotsjóa við þiljur drynja
margrar fleytu dauðadóm.