Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Side 72

Eimreiðin - 01.07.1957, Side 72
EIMREIÐIN Vaki ég yfir víni og skálum, veigum dýrum gleðinótt, yndi lífs og ástamálutn, óslökkvandi nautnabálum. Oft er hófið mundangs mjótt. Söngur í glœstum sölum ómar, sólskinsfögur glóa blys. Glymja œsku gleði hljómar, glóðin ásta i brosi Ijómar. Allt er glaumur, ys og þys. Man ég kvenna mjúka limi, mjóhrygg fagur-íbjúgan, sveigðan eins og sveip í brimi, sinastyrk og öklafimi, þokkan yndis-ástblíðan. Mati ég hendur, man ég arma, munn og raka-heita vör, hjartasláttinn hvelfdra bartna, hýru-brosin augnahvarma, glöðu vífin ástumör. Man ég allt, sem myrkrið dylur um merg og blóði helguð vé; — kjarnorkuna kjarninn hylur, en kjarna málsins enginn skilur. — Drottni lífsins hneigjutn hné. Hægið flug um heiða gcima, hugarórar, staldrið við. Lof mér ennþá lengi dreyma lífið bjart og gullin lieima, langrar ævi lcikjarsvið.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.